Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:31 Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést. Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent