Forsetarnir minnast Hinriks prins af hlýhug Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins heimsóttu Austfirði í júlí 1986 og þar smellti drottning mynd af eiginmanni sínum. Kristján A. Einarsson „Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni. Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
„Við urðum ágætir vinir. Hann var bæði ákaflega heillandi maður, hlýr, skemmtilegur og viðræðugóður í besta lagi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, um Hinrik prins, eiginmann Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Prinsinn lést í Fredensborgarhöllinni á Norður-Sjálandi laust eftir klukkan ellefu að dönskum tíma í fyrrakvöld. Drottningin og prinsarnir tveir, Friðrik og Jóakim, voru hjá honum þegar hann lést. Hinrik prins var fæddur í Frakklandi hinn 11. júní 1934. Hann kvæntist Margréti Þórhildi 10. júní 1967, um fimm árum áður en hún varð Danadrottning. Vigdís segist eiga margar minningar af Hinriki. „Við vorum saman í Japan þegar við drottningin vorum þar að kynna norræna list. Þá var hann auðvitað með og þá nutum við þess að borða saman og vorum mikið saman. Svo kom hann með Margréti Þórhildi drottningu hingað og við fórum austur á firði. Það var mjög vont veður. Þá hló hann og lét þessi orð falla: „Þetta er nú ekki gott veður. Svona höfum við ekki í Frakklandi.“ Sjá einnig: Guðni forseti og Vigdís minnast Hinriks með hlýju Vigdís segir að þau Hinrik hafi gjarnan talað saman á frönsku. Síðast þegar þau hittust, fyrir um þremur eða fjórum árum, var verið að halda upp á dag franskrar tungu í Amalíuborg. „Ég var þá boðin í höllina þar sem ég var stödd í Kaupmannahöfn og Hinrik prins vildi þá endilega sýna mér listaverk í hliðarsal. Ég naut þess þá að ég talaði frönsku því að hann var feginn að hafa einhvern sem talaði frönsku í þessu samkvæmi.“ Fréttablaðið bað Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, líka að rifja upp minningar sínar af Hinriki. Ólafur segir Hinrik hafa verið mikinn Íslandsvin. „Honum þótti vænt um Íslendinga og sýndi fulltrúum Íslands ávallt mikla gestrisni,“ segir hann. Ólafur segir Hinrik hafa verið ljóðskáld, merkilegan þýðanda ljóða frá Víetnam. Hann hafi haft mikla þekkingu á sögu og menningu Afríku. Þjóðhöfðingjar um alla Evrópu minntust Hinriks í gær og vottuðu dönsku konungsfjölskyldunni samúð sína. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var einn þeirra. Í samúðarkveðju sinni minntist forseti góðra kynna þeirra forsetahjóna af Hinriki í opinberri heimsókn til Danmerkur í byrjun síðasta árs. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Vladimir Pútin Rússlandsforseti, Emanuelle Macron Frakklandsforseti, Karl Gústav Svíakonungur og Haraldur Noregskonungur hafi sent kveðjur. Sá síðastnefndi hefur ákveðið að flaggað verði í hálfa stöng á norsku konungshöllinni fram að útförinni.
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira