Minning frá Manchester Þorvaldur Gylfason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun