Sport

Freydís féll í seinni ferðinni

Freydís Halla Einarsdóttir.
Freydís Halla Einarsdóttir. Vísir/Getty
Freydís Halla Einarsdóttir náði ekki að ljúka keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún féll í seinni ferðinni.

Keppni í stórsvigi hefur verið frestað undanfarna daga vegna veðurs en loksins náðist að klára hana í nótt.

Freydís Halla var með rásnúmer 60 og var í 51. sæti eftir fyrri ferðina en hún kom í marki á 1:20,02 sekúndum og var tæpum tíu sekúndum á eftir fyrstu konu, Manuelu Moelgg frá Ítalíu.

Sem fyrr segir féll Freydís Halla í seinni ferðinni og náði ekki að klára.

Ofurstjarnan Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum varð Ólympíumeistari en hún var með annan besta tímann eftir fyrri ferðina en straujaði svo í mark fyrir gullinu í seinni ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×