Ekkert smámál Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Árið 2009 skók einn stærsti pólitíski skandall síðari tíma breskt stjórnmálalíf. Málið varðaði reikninga og kostnað sem þingmenn höfðu látið skattgreiðendur greiða án þess að fótur væri fyrir því. Sum mál vöktu meiri athygli en önnur, til dæmis sú staðreynd að einn þingmanna hafði látið skattgreiðendur standa straum af kostnaði við þrifnað á síki á landareign sinni. Annar hafði sent þinginu reikning fyrir fuglaathvarf sem hann hafði látið byggja á lóð sinni. Það sem kannski færri muna er að eftirmálin urðu ekki bara þau að þingmenn sögðu af sér í hrönnum eða tilkynntu að þeir myndu ekki sækjast eftir endurkjöri. Aldeilis ekki, fjórir þingmenn í neðri deild þingsins og tveir úr lávarðadeildinni voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir fjársvik og falska reikningagerð. Athyglisvert er að rýna í þær fjárhæðir sem málið snerist um, en þar var um að ræða á bilinu eina til fimm milljónir króna að núvirði. Þingmennirnir sem um ræðir afplánuðu fangelsisdóma sem voru misjafnir að lengd, frá níu mánuðum og upp í átján. Auðvitað er það svo að misnotkun opinbers fjár í eigin þágu er sérstaklega alvarlegt brot. Því er einstaklega undarlegt að fylgjast með því þegar þingmenn blása á gagnrýni er tengist kostnaði sem augljóslega er tilbúningur að stærstum hluta sem árásir frá „góða fólkinu", eða reyna að réttlæta hið óréttlætanlega. Slík viðbrögð bera ekki vott um virðingu fyrir kjósendum eða almannafé. Allir sem stigið hafa upp í bifreið vita að kostnaður sá er Ásmundur Friðriksson lét skattgreiðendur greiða vegna bifreiðar sinnar fær ekki staðist. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur meira að segja reiknað út að Ásmundur hafi sennilega krafið þingið um vel ríflega tvöfalda þá fjárhæð sem það kostar að reka bílinn á ári, og er þá kostnaður vegna aksturs í eigin þágu ekki dreginn frá. Ásmundur hefur samkvæmt því í besta falli ofkrafið skattgreiðendur um ríflega tvær og hálfa milljón króna. Kannski geta lögfróðir skorið úr um hvort þetta teljist brot á hegningarlögum? Ásmundur hefur nú lýst því yfir að hann hyggist héðan í frá ferðast á bílaleigubíl á vegum þingsins. Þetta er yfirbót sem gengur of skammt. Ásmundur á auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðja kjósendur afsökunar. Að því loknu gæti hann beðið þess að málið hefði sinn gang í kerfinu. Nú er áleitin spurning hvort akstur Ásmundar sé einangrað tilvik, eða einungis toppurinn á ísjakanum? Vonandi er það svo að hátterni Ásmundar sýni samstarfsfólk hans í þinginu í ósanngjörnu tortryggnisljósi. Eðlilegast og farsælast væri ef þingið og ráðuneytin hefðu frumkvæði að því að birta nauðsynlegar upplýsingar um þann kostnað sem þingmenn og ráðherrar varpa yfir á skattgreiðendur. Væntanlega er sá kostnaður að langstærstu réttlætanlegur. Hin leiðin er sú að fjölmiðlar taki málin í sínar hendur og fari Krísuvíkurleiðina að þessum upplýsingum. Eitt er að minnsta kosti víst. Skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvernig fé þeirra er varið.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun