„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2018 22:07 Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni. Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Fjörutíu og átta innbrot inn á heimili hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. desember síðastliðnum. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um miðjan janúar þar sem kom fram að 25 innbrot inn á heimili hefðu átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá 17. janúar. Áður en janúar var liðinn höfðu sjö mál til viðbótar bæst við. Hlé varð á innbrotahrinunni í um vikutíma um mánaðamótin en 14 innbrot inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tilkynnt nú í febrúar, þar á meðal tvö í Garðabæ um liðna helgi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þessum þjófum. „Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ segir Skúli.Bæjarstjóri nefndi skipulagða glæpastarfsemi Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að hann hefði heyrt af því að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða og að þjófarnir væru að koma til landsins erlendis frá.Sjá einnig: Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Skúli segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um hverjir mennirnir eru. Hann sagði að vissulega væri hægt að skilgreina þessi innbrot sem skipulagða glæpastarfsemi, sérstaklega þar sem aðferðirnar við innbrotin hafi verið mjög svipaðar. Þýfið hafi ekki sést í sölu hér á landi og því mætti leiða líkur að því að verið væri að senda það úr landi. Skúli ítrekar þó í samtali við Vísi að erfitt væri að svara þessum getgátum þar sem lögreglan hafi ekki öruggar upplýsingar um gerendur. „Ef ég væri kominn með gerendurna þá gæti ég svarað þessu fyrir víst, en við getum það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Skúli. Hann sagði allar lögreglustöðvar vinna að rannsókn þessa máls enda sé allt höfuðborgarsvæðið undir þegar kemur að þessum innbrotum. „Það vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp, það er mín tilfinning.“Öryggismyndavélar settar upp í Garðabæ Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu. Lögreglan mun stýra þessum öryggismyndavélum, taka á móti merkjum úr þeim og vista gögn eftir gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Mynduð hefur verið verkefnisstjórn utan um uppsetningu þessara öryggismyndavéla í Garðabæ og er Skúli í þeim hóp. Mun verkefnisstjórnin funda í næstu viku þar sem verkefnið verður mótað frekar. Hann segir að vilji sé fyrir því að fá öflugar vélar sem geta lesið bílnúmer en þegar kemur að staðsetningu verður horft til afbrotatölfræði. Byrjað verður á að setja upp nokkrar öryggismyndavélar, fá þær til að virka og svo verður fikrað sig lengra áfram með þetta verkefni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent