Siðanefnd Alþingis aldrei kölluð til Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2018 08:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Vísir/Anton Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Siðanefnd Alþingis hefur ekki verið kölluð saman vegna mála Ásmundar Friðrikssonar og annarra þingmanna sem þegið hafa háar greiðslur á grundvelli akstursdagbókar. „Nei hún hefur ekki verið kölluð til og hún starfar ekki nema forsætisnefnd þingsins ákveði að hún taki einhver mál fyrir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður ráðgefandi siðanefndar Alþingis, Aðspurð segir Ásta nefndina ekki hafa komið saman frá því hún var skipuð en nefndin hefur það hlutverk að vera forsætisnefnd Alþingis til ráðgjafar beini forsætisnefndin til hennar erindum um meint brot á siðareglum Alþingis. Hlutverk nefndarinnar er þá að láta í té álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni samkvæmt 5. gr. siðareglnanna. Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki hafa komið til umræðu að málið verði rætt frá sjónarmiði siðareglna Alþingis. „Það hefur enginn komið með ábendingu um að vísa málinu í þann farveg. En við verðum með málið til umræðu á fundi forsætisnefndar á mánudaginn,“ segir Steingrímur. Hann segir reglurnar hafi verið til umræðu frá því í janúar allt sé undir í þeirri umfjöllun, reglurnar sjálfar, eftirfylgni með þeim og upplýsingamiðlun um þessi mál.Varð ekki við tilmælum þingsins Siðareglur fyrir alþingismenn voru samþykktar á Alþingi vorið 2016. Í 1. gr. reglnanna er markmiðum þeirra svo lýst: „Siðareglur þessar taka til alþingismanna og starfa þeirra og fela í sér viðmið um hátterni þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Tilgangur þeirra er að efla gagnsæi í störfum alþingismanna og ábyrgðarskyldu þeirra, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi.“ Í 5. gr. siðareglnanna kemur meðal annars fram að alþingismenn skuli, sem þjóðkjörnir fulltrúar, rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika; ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra og nýta þá aðstöðu sem þeirm er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, Eins og fram hefur komið, hefur Ásmundur Friðriksson þegar gengist við því að hafa ekki orðið við tilmælum þingsins um að taka upp þann ferðamáta sem hagkvæmastur er fyrir þingið, það er að segja með notkun bílaleigubíls eins og reglur um þingfararkostnað kveða á um. Hefði Ásmundur farið að reglunum og tilmælum þingsins þar að lútandi hefði þingið sparað 2 milljónir árið 2017 og svipaða upphæð árlega frá því hann settist á þing árið 2013. Ásmundur játaði einnig eftir viðtal í Kastljósi á RÚV í fyrradag að hafa fengið endurgreiðslur frá Alþingi vegna aksturs í tengslum við gerð þáttar sem hann hafði umsjón með á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðastliðið sumar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44