19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:13 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. vísir/hanna Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Lögreglumál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira