Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Yfir fjórtán hundruð skjálftar hafa verið á svæðinu í kringum og í Grímsey. Kort frá Veðurstofu Íslands Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann. Grímsey Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann.
Grímsey Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira