Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 20:45 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15