Keflavík og Fjölnir skildu jöfn í A-riðli Lengjubikars karla í kvöld, en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Keflavík hafði komist í 2-0.
Keflavík byrjaði betur og komst yfir á 39. mínútu með marki frá Jeppe Hansen. Heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi. Þeir tvöfölduðu svo forystuna á 69. mínútu og útlitið gott fyrir þá.
Ísak Óli Helgason minnkaði hins vegar muninn fyrir Fjölni í sínum fyrsta leik eftir að hafa gengið í raðir liðsins frá HK og Þórir Guðjónsson jafnaði í uppbótartíma úr vítaspyrnu.
Þetta var fyrsti leikur Fjölnis í mótinu, en annar leikur Keflavíkur. Keflavík tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni á dögunum í Reykjaneshöllinni.
Fjölnir kom til baka í Reykjaneshöllinni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn




Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti
