Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 19:00 Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við, eins og sést á mynd. Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla, vill að tekið verði á málinu. Vísir/Samsett Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Sjá meira