Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Í Löngubúð er útskorinn verk af öllu tagi eftir Ríkarð Jónsson. Gauti Jóhannesson „Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“ Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Það var ekkert annað í stöðunni en að bregðast hart við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. Listamaðurinn Ríkarður Jónsson er frá bænum Strýtu í Hamarsfirði innan við Djúpavog. Dætur Ríkarðs, Ásdís og Ólöf, ánöfnuðu hreppnum allar eignir sínar, þar með talinn fjölda verka sem faðir þeirra hafði gert. Þau eru til sýnis í hinni sögufrægu Löngubúð á Djúpavogi. Og þangað er stefnt fálkanum sem Ríkarður skar út árið 1950 og rataði síðan út til Englands.Ríkarðsfálkinn flýgur heim með Íslandsvinum í vor.Eins og fram kom í Fréttablaðinu greiddi hreppurinn 200 þúsund krónur fyrir Ríkarðsfálkann á uppboði 6. febrúar. Gauti segir kveikjuna hafa verið frétt Fréttablaðsins af því að uppboðið stæði fyrir dyrum. Þá hafi verið hart brugðist við og bresku hjónin Felicity og Michael Bullock, sem eiga jörðina Hvalnes, hafi verið fengin til að mæta og bjóða í fálkann. „Þau er sjálf að versla með antík og eru öllum hnútum kunnug svo þetta steinlá,“ segir Gauti sem aðspurður jánkar því að hreppurinn hafi verið tilbúinn að greiða enn hærra verð en fálkinn fékkst á. Menn séu því ánægðir með viðskiptin.Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi.Anna Sigrún GunnalugsdóttirList Ríkarðs Jónssonar er gert hátt undir höfði á Djúpavogi. „Við erum með Ríkarðssafn í Löngubúð og þegar fram líða stundir þá tekur til starfa hér svokallað Ríkarðshús,“ segir Gauti. Hreppurinn hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til að opna sýningu í Löngubúð 1. desember í tilefni eitt hundrað ára afmælis fullveldis Íslendinga. „Það tengist náttúrlega Ríkarði beint því hann átti upphaflegu hönnunina að íslenska skjaldarmerkinu,“ segir Gauti. Hann segir hreppinn eiga marga mjög fallega gripi eftir Ríkarð af mjög fjölbreytilegu tagi. Fálkinn muni sóma sér vel innan um þessi verk. „Felicity og Michael koma í vor og taka hann væntanlega með sér – nema það gefist einhver önnur ferð.“
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00
Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. 7. febrúar 2018 06:00