Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Fálkinn seldist á jafnvirði 200 þúsund króna. „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
„Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00