„Viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 14:15 Melkorka segir að hringurinn hafi mjög tilfinningalegt gildi. Mynd/Kristín Jónsdóttir „Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“ Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
„Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“
Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30