Skora á rektor HÍ að bæta stöðu doktorsnáms: „Þetta er rosalega sorglegt ástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 13:00 Védís Ragnheiðardóttir er doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum og situr í stjórn Fedon. Þá situr hún jafnframt fyrir hönd félagsins í stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms. Védís Ragnheiðardóttir, stjórnarmaður í Félagi doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon) og doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum, mælir ekki með því fyrir nema í grunnnámi eða mastersnámi að sækja í doktorsnám vegna fjárskorts þegar kemur að styrkveitingum til doktorsnema og nýdoktora. Hún segir fjármögnun doktorsnáms við HÍ undanfarin ár hafa verið ansi slæma þar sem fjöldi styrkja hefur ekki haldist í hendur við fjölgun doktorsnema við skólann. Fedon sendi áskorun til Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ, í vikunni þar sem skorað er á hann að nýta aukið fjármagn til Háskóla Íslands í að fjölga doktorsstyrkjum við skólann og hefja aftur veitingu nýdoktorsstyrkja. Aðeins 20 prósent þeirra sem sækja um fá styrk Fjármagnið sem Fedon vísar í er aukið fjárframlag ríkisins til HÍ á fjárlögum þessa árs sem rektor hefur fagnað og sagst vera sáttur með en að sögn Védísar er enn ekki komið á hreint hvernig fjármununum verður skipt innan skólans. „Við teljum að það sé tilvalið að setja peninga í styrki til doktorsnema og nýdoktora núna, sérstaklega vegna þess að það er í stefnu Háskóla Íslands fyrir 2016 til 2021 að stuðla eigi að nýliðun í rannsóknum. Okkur finnst því sjálfsagt að hluti af þessum fjármunum fari í það. Fjármögnun doktorsnáms hefur í rauninni verið ansi slæm upp á síðkastið. Fjöldi styrkja hefur ekki aukist heldur stendur fjöldi styrkja til doktorsnema eiginlega í stað milli ára og nýdoktorsstyrkjum hefur ekki verið úthlutað síðan árið 2015,“ segir Védís. Doktorsnemar og nýdoktorar við HÍ geta helst sótt um styrki annars vegar í Rannsóknasjóð Rannís, sem er opinn öllum fræðimönnum, og hins vegar Rannsóknasjóð Háskóla Íslands og tengda sjóði sem aðeins er ætlaður fræðimönnum við skólann. Í áskorun Fedon kemur fram að aðeins 15 doktorsnemar af þeim 73 sem sóttu um doktorsnemastyrk til Rannís í ár hafi fengið úthlutun í eigin nafni. Það er 21 prósent umsækjenda. Ekki er búið að úthluta úr Rannsóknasjóði HÍ en í fyrra fengu 29 doktorsnemar styrki þaðan af þeim 146 sem sóttu um eða alls um 20 prósent.„Rosalegt hark“ Sjálf er Védís á styrk en það tók hana tvö ár að komast á styrkinn. Aðspurð hvort hún mæli með því fyrir fólk í grunnnámi eða mastersnámi að hella sér út í doktorsnám með tilliti til fjárhagslegs öryggis og atvinnuöryggi að námi loknu kveðst hún ekki geta gert það. „Ég mæli ekki með þessu fyrir fólk í núverandi ástandi. Þetta er rosalegt hark og margir fá einfaldlega ekki styrk og flosna upp úr námi og fá aldrei neina viðurkenningu. Þetta er rosalega sorglegt ástand,“ segir Védís. Þau tvö ár sem hún var ekki á styrk brúaði hún með námslánum og vinnu. „Ég var aðallega bara að vinna en þá getur maður ekki sinnt náminu. Þá er maður bara í doktorsnáminu að nafninu til.“Vilja að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrk á hvert svið háskólans strax Spurð út í hverjar séu lágmarkskröfur Fedon nú segir Védís: „Allra að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrkur á hvert svið háskólans strax. Helst viljum við svo að minnsta kosti 50 prósent aukningu í doktorsstyrkjum. Þetta eru algjörar lágmarkskröfur.“ Védís segir framtíð rannsókna á Íslandi liggja meðal annars í því fólki sem stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Þá sé líka um ræða þá sem munu kenna í framtíðinni við skólann. „Framtíð rannsókna á Íslandi liggur í þeim sem eru að byrja. Ef við missum úr heila kynslóð sem gefst upp og getur ekki haldið áfram þá er það ekki gott fyrir framtíð rannsóknastarfs hér á landi,“ segir Védís.Áskorun Fedon til rektors má sjá í heild sinni hér. Skóla - og menntamál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Védís Ragnheiðardóttir, stjórnarmaður í Félagi doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon) og doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum, mælir ekki með því fyrir nema í grunnnámi eða mastersnámi að sækja í doktorsnám vegna fjárskorts þegar kemur að styrkveitingum til doktorsnema og nýdoktora. Hún segir fjármögnun doktorsnáms við HÍ undanfarin ár hafa verið ansi slæma þar sem fjöldi styrkja hefur ekki haldist í hendur við fjölgun doktorsnema við skólann. Fedon sendi áskorun til Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ, í vikunni þar sem skorað er á hann að nýta aukið fjármagn til Háskóla Íslands í að fjölga doktorsstyrkjum við skólann og hefja aftur veitingu nýdoktorsstyrkja. Aðeins 20 prósent þeirra sem sækja um fá styrk Fjármagnið sem Fedon vísar í er aukið fjárframlag ríkisins til HÍ á fjárlögum þessa árs sem rektor hefur fagnað og sagst vera sáttur með en að sögn Védísar er enn ekki komið á hreint hvernig fjármununum verður skipt innan skólans. „Við teljum að það sé tilvalið að setja peninga í styrki til doktorsnema og nýdoktora núna, sérstaklega vegna þess að það er í stefnu Háskóla Íslands fyrir 2016 til 2021 að stuðla eigi að nýliðun í rannsóknum. Okkur finnst því sjálfsagt að hluti af þessum fjármunum fari í það. Fjármögnun doktorsnáms hefur í rauninni verið ansi slæm upp á síðkastið. Fjöldi styrkja hefur ekki aukist heldur stendur fjöldi styrkja til doktorsnema eiginlega í stað milli ára og nýdoktorsstyrkjum hefur ekki verið úthlutað síðan árið 2015,“ segir Védís. Doktorsnemar og nýdoktorar við HÍ geta helst sótt um styrki annars vegar í Rannsóknasjóð Rannís, sem er opinn öllum fræðimönnum, og hins vegar Rannsóknasjóð Háskóla Íslands og tengda sjóði sem aðeins er ætlaður fræðimönnum við skólann. Í áskorun Fedon kemur fram að aðeins 15 doktorsnemar af þeim 73 sem sóttu um doktorsnemastyrk til Rannís í ár hafi fengið úthlutun í eigin nafni. Það er 21 prósent umsækjenda. Ekki er búið að úthluta úr Rannsóknasjóði HÍ en í fyrra fengu 29 doktorsnemar styrki þaðan af þeim 146 sem sóttu um eða alls um 20 prósent.„Rosalegt hark“ Sjálf er Védís á styrk en það tók hana tvö ár að komast á styrkinn. Aðspurð hvort hún mæli með því fyrir fólk í grunnnámi eða mastersnámi að hella sér út í doktorsnám með tilliti til fjárhagslegs öryggis og atvinnuöryggi að námi loknu kveðst hún ekki geta gert það. „Ég mæli ekki með þessu fyrir fólk í núverandi ástandi. Þetta er rosalegt hark og margir fá einfaldlega ekki styrk og flosna upp úr námi og fá aldrei neina viðurkenningu. Þetta er rosalega sorglegt ástand,“ segir Védís. Þau tvö ár sem hún var ekki á styrk brúaði hún með námslánum og vinnu. „Ég var aðallega bara að vinna en þá getur maður ekki sinnt náminu. Þá er maður bara í doktorsnáminu að nafninu til.“Vilja að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrk á hvert svið háskólans strax Spurð út í hverjar séu lágmarkskröfur Fedon nú segir Védís: „Allra að minnsta kosti einn nýdoktorsstyrkur á hvert svið háskólans strax. Helst viljum við svo að minnsta kosti 50 prósent aukningu í doktorsstyrkjum. Þetta eru algjörar lágmarkskröfur.“ Védís segir framtíð rannsókna á Íslandi liggja meðal annars í því fólki sem stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Þá sé líka um ræða þá sem munu kenna í framtíðinni við skólann. „Framtíð rannsókna á Íslandi liggur í þeim sem eru að byrja. Ef við missum úr heila kynslóð sem gefst upp og getur ekki haldið áfram þá er það ekki gott fyrir framtíð rannsóknastarfs hér á landi,“ segir Védís.Áskorun Fedon til rektors má sjá í heild sinni hér.
Skóla - og menntamál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira