Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Trump heyrði heyra við þingmann að hann ætlaði 100% að birta minnisblaðið þegar hann flutti stefnuræðu sína á þriðjudagskvöld. Vísir/AFP Leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega gæti hjálpað við að draga úr trúverðugleika Rússarannsóknarinnar. Þetta er Donald Trump Bandaríkjaforseti sagður ræða um við vini og samstarfsmenn. Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að birta minnisblaðið á mánudag. Devin Nunes, formaður nefndarinnar, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Repúblikanar fullyrða að minnisblaðið sýni að yfirmenn hjá FBI og dómsmálaráðuneytinu hafi frá upphafi rannsóknarinnar verið hlutdrægir gegn Trump. Þeir hafi reitt sig á skýrslu sem breskur njósnari tók saman til að fá heimild að hlera samskipti eins starfsmanns framboðs Trump án þess að geta þess að demókratar hefðu greitt fyrir vinnslu skýrslunnar.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafa varað eindregið við því að minnisblaðið verði gert opinbert. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálráðherra, reyndu að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu þess um helgina. Trump hefur hins vegar sagst ætla að birta það, þrátt fyrir andstöðu tveggja æðstu löggæslustofnana landsins. Það leiddi til þess að FBI tók það óvenjulega skref í gær að senda frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var alvarlegum áhyggjum af birtingu minnisblaðsins. Efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan.Geri forsetanum auðveldar fyrir að gagnrýna rannsóknina Nú segir CNN-fréttastöðin að Trump hafi sagt bandamönnum sínum undanfarið að hann telji að minnisblað repúblikana geti hjálpað til við að kasta rýrð á trúverðugleika rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stjórnar. Það muni leiða í ljós hlutdrægni yfirmanna FBI gegn sér sem geri honum auðveldara fyrir að staðhæfa að rannsakendurnir hafi fordóma í garð hans. Trump hefur lengi farið mikinn um rannsóknina. Hún sé nornaveiðar og alls ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur viljað reka Mueller og undanfarið talað um óánægju sína með Rosenstein, manninn sem fól Mueller rannsóknina eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina.Forstjóri FBI reyndi að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu minnisblaðs repúblikana. Þegar það bar engan árangur gaf FBI út yfirlýsingu þar sem þungum áhyggjum var lýst af birtingu skjalsins.Vísir/AFPÞá herma heimildir CNN að Trump hafi verið argur vegna yfirlýsinga FBI í gær. Yfirlýsingin var gefin út skömmu eftir að greint var frá því að forsetinn vildi birta minnisblaðið. Hann er ekki enn sagður hafa gert upp hug sinn um framtíð Rosenstein í starfi. Trump skipaði bæði Wray og Rosenstein í embætti sín.Ætlað að koma höggi á manninn sem hefur örlög Mueller í höndum sérDemókratar hafa fullyrt að minnisblað repúblikana dragi upp ranga mynd af vinnubrögðum FBI og dómsmálaráðuneytisins þegar þau óskuðu eftir heimild til að hlera fjarskipti Carters Page, ráðgjafa Trump-framboðsins í utanríkismálum, fyrir leynilegum leyniþjónustudómstól árið 2016. Gögn hafi verið sérvalin til að styðja fullyrðingar um misferli stofnanna. Rosenstein skrifaði undir beiðni um framlengingu á heimildinni skömmu eftir að hann tók við embætti snemma á síðasta ári. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja að útspili repúblikana sé ekki síst ætlað að koma höggi á Rosenstein sem er eini maðurinn sem getur rekið Mueller, sérstakan rannsakanda.Wall Street Journal sagði frá því í dag að vitnisburði og dómsskjöl sýni að bandarísk leyniþjónustu- og löggæsluyfirvöld hafi vitað af Page löngu áður en skýrsla breska njósnarans Christopher Steele kom til sögunnar.Carter Page er skyndilega orðinn miðpunktur gagnrýni á FBI og dómsmálaráðuneytið. Repúblikanar telja að stofnanirnar hafi beitt vafasömum aðferðum til að fá heimild til að hlera fjarskipti hans þegar hann starfaði fyrir framboð Trump. FBI segir minnisblað þess efnis skilja út undan lykilstaðreyndir.Vísir/AFPHendur FBI bundnar til að hrekja efni minnisblaðsinsLöggæslusérfræðingar segja Washington Post að FBI muni reynast erfitt að verja sig ef minnisblaðið verður gert opinbert. Gögn sem höfundar minnisblaðsins skautaði fram hjá en gætu hrakið ásakanir um misferli eru trúnaðargögn og FBI gæti talið þau of viðkvæm til að birta opinberlega. Þau hafa einmitt verið rök FBI og dómsmálaráðuneytisins. Opinber birting minnisblaðsins geti spillt fyrir heildarmönnum og upplýsingaöflun stofnananna og fælt erlendar leyniþjónustustofnanir frá því að deila upplýsingum með bandarískum starfssystkinum sínum. Dómsmálaráðuneytið sagði fulltrúum leyniþjónustunefndarinnar að það væri „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið opinberlega. Þrátt fyrir það samþykktu repúblikanarnir að birta skjalið eftir að hafa hafnað því að heyra frá Wray, forstjóra FBI.Reuters-fréttastofan hefur eftir embætismanni Hvíta hússins að Hvíta húsið gæti samþykkt birtingu minnisblaðsins strax í dag. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilegt minnisblað sem repúblikanar á Bandaríkjaþingi vilja birta sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega gæti hjálpað við að draga úr trúverðugleika Rússarannsóknarinnar. Þetta er Donald Trump Bandaríkjaforseti sagður ræða um við vini og samstarfsmenn. Meirihluti repúblikana í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti að birta minnisblaðið á mánudag. Devin Nunes, formaður nefndarinnar, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Repúblikanar fullyrða að minnisblaðið sýni að yfirmenn hjá FBI og dómsmálaráðuneytinu hafi frá upphafi rannsóknarinnar verið hlutdrægir gegn Trump. Þeir hafi reitt sig á skýrslu sem breskur njósnari tók saman til að fá heimild að hlera samskipti eins starfsmanns framboðs Trump án þess að geta þess að demókratar hefðu greitt fyrir vinnslu skýrslunnar.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafa varað eindregið við því að minnisblaðið verði gert opinbert. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálráðherra, reyndu að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu þess um helgina. Trump hefur hins vegar sagst ætla að birta það, þrátt fyrir andstöðu tveggja æðstu löggæslustofnana landsins. Það leiddi til þess að FBI tók það óvenjulega skref í gær að senda frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var alvarlegum áhyggjum af birtingu minnisblaðsins. Efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan.Geri forsetanum auðveldar fyrir að gagnrýna rannsóknina Nú segir CNN-fréttastöðin að Trump hafi sagt bandamönnum sínum undanfarið að hann telji að minnisblað repúblikana geti hjálpað til við að kasta rýrð á trúverðugleika rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stjórnar. Það muni leiða í ljós hlutdrægni yfirmanna FBI gegn sér sem geri honum auðveldara fyrir að staðhæfa að rannsakendurnir hafi fordóma í garð hans. Trump hefur lengi farið mikinn um rannsóknina. Hún sé nornaveiðar og alls ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur viljað reka Mueller og undanfarið talað um óánægju sína með Rosenstein, manninn sem fól Mueller rannsóknina eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um Rússarannsóknina.Forstjóri FBI reyndi að sannfæra Hvíta húsið um að stöðva birtingu minnisblaðs repúblikana. Þegar það bar engan árangur gaf FBI út yfirlýsingu þar sem þungum áhyggjum var lýst af birtingu skjalsins.Vísir/AFPÞá herma heimildir CNN að Trump hafi verið argur vegna yfirlýsinga FBI í gær. Yfirlýsingin var gefin út skömmu eftir að greint var frá því að forsetinn vildi birta minnisblaðið. Hann er ekki enn sagður hafa gert upp hug sinn um framtíð Rosenstein í starfi. Trump skipaði bæði Wray og Rosenstein í embætti sín.Ætlað að koma höggi á manninn sem hefur örlög Mueller í höndum sérDemókratar hafa fullyrt að minnisblað repúblikana dragi upp ranga mynd af vinnubrögðum FBI og dómsmálaráðuneytisins þegar þau óskuðu eftir heimild til að hlera fjarskipti Carters Page, ráðgjafa Trump-framboðsins í utanríkismálum, fyrir leynilegum leyniþjónustudómstól árið 2016. Gögn hafi verið sérvalin til að styðja fullyrðingar um misferli stofnanna. Rosenstein skrifaði undir beiðni um framlengingu á heimildinni skömmu eftir að hann tók við embætti snemma á síðasta ári. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs telja að útspili repúblikana sé ekki síst ætlað að koma höggi á Rosenstein sem er eini maðurinn sem getur rekið Mueller, sérstakan rannsakanda.Wall Street Journal sagði frá því í dag að vitnisburði og dómsskjöl sýni að bandarísk leyniþjónustu- og löggæsluyfirvöld hafi vitað af Page löngu áður en skýrsla breska njósnarans Christopher Steele kom til sögunnar.Carter Page er skyndilega orðinn miðpunktur gagnrýni á FBI og dómsmálaráðuneytið. Repúblikanar telja að stofnanirnar hafi beitt vafasömum aðferðum til að fá heimild til að hlera fjarskipti hans þegar hann starfaði fyrir framboð Trump. FBI segir minnisblað þess efnis skilja út undan lykilstaðreyndir.Vísir/AFPHendur FBI bundnar til að hrekja efni minnisblaðsinsLöggæslusérfræðingar segja Washington Post að FBI muni reynast erfitt að verja sig ef minnisblaðið verður gert opinbert. Gögn sem höfundar minnisblaðsins skautaði fram hjá en gætu hrakið ásakanir um misferli eru trúnaðargögn og FBI gæti talið þau of viðkvæm til að birta opinberlega. Þau hafa einmitt verið rök FBI og dómsmálaráðuneytisins. Opinber birting minnisblaðsins geti spillt fyrir heildarmönnum og upplýsingaöflun stofnananna og fælt erlendar leyniþjónustustofnanir frá því að deila upplýsingum með bandarískum starfssystkinum sínum. Dómsmálaráðuneytið sagði fulltrúum leyniþjónustunefndarinnar að það væri „gríðarlega glannalegt“ að birta minnisblaðið opinberlega. Þrátt fyrir það samþykktu repúblikanarnir að birta skjalið eftir að hafa hafnað því að heyra frá Wray, forstjóra FBI.Reuters-fréttastofan hefur eftir embætismanni Hvíta hússins að Hvíta húsið gæti samþykkt birtingu minnisblaðsins strax í dag.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent