Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira