Stórsigrar hjá Val og Stjörnunni Gabríel Sighvatsson skrifar 3. febrúar 2018 15:45 Valskonur fagna. Vísir/Eyþór Valur tók á móti Selfossi í Olís-deild kvenna að Hlíðarenda í dag og er skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi vegna yfirburða heimaliðsins. Átta mörkum munaði á liðunum í leikhléi þar sem staðan var 16-8 fyrir Val. Fór að lokum svo að Valur vann fimmtán marka sigur, 28-13. Vigdís Birna Þorsteinsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir fóru mikinn í sóknarleik Vals, skoruðu sjö mörk hver. Á sama tíma vann Stjarnan stórsigur á Gróttu, 36-22 á Seltjarnarnesi. Staðan í leikhléi 18-11. Sólveig Lára Kjærnested var atkvæðamest með 12 mörk. Olís-deild kvenna
Valur tók á móti Selfossi í Olís-deild kvenna að Hlíðarenda í dag og er skemmst frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi vegna yfirburða heimaliðsins. Átta mörkum munaði á liðunum í leikhléi þar sem staðan var 16-8 fyrir Val. Fór að lokum svo að Valur vann fimmtán marka sigur, 28-13. Vigdís Birna Þorsteinsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir fóru mikinn í sóknarleik Vals, skoruðu sjö mörk hver. Á sama tíma vann Stjarnan stórsigur á Gróttu, 36-22 á Seltjarnarnesi. Staðan í leikhléi 18-11. Sólveig Lára Kjærnested var atkvæðamest með 12 mörk.
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn