Úrslitin eru ráðin í A-deild Fótbolta.net mótsins en Stjarnan tryggði sér 1.sæti mótsins með 1-0 sigri á Grindavík í úrslitaleiknum sem fram fór í Kórnum í dag.
Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði eina mark leiksins eftir tæplega hálftíma leik en hann gekk í raðir Garðabæjarliðsins í vetur frá Víkingi Ólafsvík.
Stjörnumenn léku einum manni færri síðasta hálftímann þar sem Jósef Kristinn Jósefsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, fékk að líta rauða spjaldið.
Stjarnan 1 - 0 Grindavík
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('29)
Rautt spjald: Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan ('60)
Þorsteinn Már tryggði Stjörnunni sigur í Fótbolta.net mótinu
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
