Sex manna fjölskylda í Hafnarfirði á sjö husky hunda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 21:00 Tara Lovísa, Aðalbjörg Birna, Jóhann Patrik og Jökull Myrkvi ásamt hundunum sjö „Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Sjá meira
„Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Sjá meira