Verkefnisstjóri Alzheimersamtakanna gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2018 22:00 Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira