Verkefnisstjóri Alzheimersamtakanna gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2018 22:00 Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Fræðslu og verkefnisstjóri Alzheimersamtakan gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda í málefnum heilabilaðra, það vanti nauðsynlega stefnu til að geta veitt bestu þjónustu. Í dag eru um fjögur þúsund manns á Íslandi með Alzheimer sem er ólæknandi sjúkdómur. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu og verkefnisstjóri hjá Alzheimer samtökunum mætti í vikunni á Selfoss til að kynna starfsemi samtakanna og ræða um sjúkdóminn. Í leiðinni fór fram kynning á Vinaminni á Selfossi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Alzheimerssjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila þar sem taugafrumur í heilanum rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þó dæmi séu um tilvik sjúkdómsins fyrir miðjan aldur. Sirrý Sif kom víða við í erindi sínum. „En við getum hreyft okkur og borðað hollt, þjálfað heilan, haldið okkur virkum, verið í jákvæðum félagslegum samskiptum og það minnkar líkurnar á heilabilunarsjúkdómum.“En hvenær vitum við hvort við erum með Alzheimer eða ekki ?„Það er eðlilegt að ég muni ekki í svipinn hvað þú heitir en það er ekki eðlilegt að muna ekki til hvers á að nota glas eða að glas heitir glas.“Sirrý segir ástandið á íslandi ekki nægilega gott hvað varðar Alzheimersjúkdóminn og beinir gagnrýni sinni á stjórnvöld. „Okkur sárlega vantar stefnu sem fylgir fjármagn til að geta veitt bestu þjónustu. Þá á ég við að fólk þarf að geta gengið að því vísu, þegar það fer í greiningu, inn í hvaða þjónustuferli það fer. Og það þarf að hafa aðgang að þjónustu hvar sem það býr á landinu. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra átti fund með Alzheimersamtökunum í vikunni þar sem rætt var um þingsályktunartillögu um um heildstæða stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun. Ráðherra ætlar að setja af stað vinnu innan ráðuneytisins á grundvelli tillögunnar. Fyrsta skref verður að skoða framkvæmd og þjónustu við fólk með alzheimer og heilabilun á Norðurlöndunum og þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Í kjölfarið verði mótuð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun og lagðar fram tillögur að bættri þjónustu, með þingsályktunartillöguna að leiðarljósi.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira