Sagði 150 króna launahækkun á viku sýna fram á ágæti skattalaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 10:45 Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/AFP Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu eftir birtingu, reyndi Ryan að sýna fram á ágæti umdeildra skattalaga Repúblikanaflokksins með því að greina sérstaklega frá 150 króna launahækkun ritara í Pennsylvaníu-ríki, sem mörgum þótti hlægilega lítil. Skattafrumvarpið umdeilda varð að lögum í desember síðastliðnum en gagnrýnendur hafa sagt lögin koma sér vel fyrir ríka Bandaríkjamenn á kostnað þeirra efnaminni. Lögin eru talin munu kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum og framan af bentu skoðanakannanir til þess að þau væru almennt óvinsæl meðal þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Washington Post virðast Bandaríkjamenn þó hliðhollari lögunum nú en áður en um helmingur svarenda var jákvæður í garð þeirra í nýrri könnun.Dugar fyrir Costco-aðildinni í eitt ár Repúblikanar með Paul Ryan í fararbroddi hafa keppst við að sýna fram á ágæti laganna og hafa t.d. fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Máli sínu til enn frekari stuðnings birti Ryan tíst á Twitter-reikningi sínum í gær. Í tístinu, sem var eytt skömmu síðar, deildi hann tengli á frétt AP-fréttaveitunnar í hverri rætt var við Bandaríkjamenn um áhrif skattalaganna á fjárhag þeirra. Í fréttinni mátti lesa fjölda frásagna sem vörpuðu jákvæðu ljósi á lögin. Það vakti því furðu Twitter-notenda að Ryan skyldi sérstaklega taka fyrir frásögn Juliu Ketchum, ritara frá Pennsylvaníu-ríki, sem hafði hagnast, að því er mörgum fannst, hlægilega lítið á skattalækunum Repúblikana.Skjáskot af tísti Ryans.Vísir/Skjáskot„Ritari við opinberan menntaskóla í Lancaster, Pennsylvaníu, sagði það óvænta ánægju að kaup hennar hækkaði um 1,5 dollara á viku ... hún sagði það myndu duga fyrir Costco-aðildinni í ár, og meira til,“ skrifaði Ryan.Launahækkun á ári lægri en tímakaup Ryans 1,5 dollari er um 150 íslenskar krónur og því er ljóst að launahækkun konunnar er ekki ýkja há. Tíst Ryans þótti leggja áherslu á það sem gagnrýnendur laganna hafi lengi haldið fram, þ.e. að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Þá benti blaðamaður Washington Post á að launahækkun Ketchum á ársgrundvelli, samanlagt um 7800 íslenskar krónur, sé lægri en upphæðin sem Ryan sjálfur þénar á tímann, eða tæpar 11 þúsund krónur. Ryan þykir því sýna af sér töluvert skilningsleysi á högum hins almenna Bandaríkjamanns með tísti sínu.Extremely late to the dunk party on this but $1.50 a week works out to $78 a year, which is less than Paul Ryan makes in one hour (roughly $108) as Speaker of the House— Christopher Ingraham (@_cingraham) February 3, 2018 Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst Twitter-notenda, þ.á.m. fulltrúardeildarþingmannsins Joe Kennedy, sem bæði gagnrýndu Ryan og hæddust óspart að honum.Meanwhile the wealthiest 0.1% of Americans receive an extra ~ $3,000 per week. pic.twitter.com/YFci8V5fnN— Rep. Joe Kennedy III (@RepJoeKennedy) February 3, 2018 AIDE: mr ryan ppl are saying ur only working to help the billionaires. they say you hate everyone who isn't richPAUL RYAN: oh yeah? well I'll show them *chucks a handful of loose nickels at the back of a teachers head*— KT NELSON (@KrangTNelson) February 3, 2018 [holding back tears]Paul Ryan.................thank you. pic.twitter.com/gQwYeY2RpR— Chris Jackson (@ChrisCJackson) February 3, 2018 That extra $1.50 Paul Ryan gave me a week in 2018 was totally worth giving up my mom's Medicaid.- A voter Paul Ryan keeps imagining he'll meet— LOLGOP (@LOLGOP) February 3, 2018 PAUL RYAN: The intern who did the bad tweet has been fired, which is a shame because his paycheck recently went up $0.07 per week under our tax plan— Chris Mohney (@chrismohney) February 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 „Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00 Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
„Drepið frumvarpið" segja andstæðingar nýrrar skattalöggjafar Bandaríkjanna Andstæðingar umdeilds skattafrumvarpsins, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun, létu vel í sér heyra við atkvæðagreiðsluna. 20. desember 2017 20:00
Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Umdeild skattafrumvarp repúblikana í Bandaríkjunum er orðið að lögum með undirskrift Donalds Trump forseta. 22. desember 2017 20:19
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent