Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 20:03 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05