„Það er ekkert hræðilegt ef ég næ þessu ekki “ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Vísir/Hanna FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir kom fyrst í mark í úrslitum í 400 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum á laugardaginn. Arna hljóp á 54,39 sekúndum. Eva Hovenkamp frá Hollandi varð önnur á 54,97 sekúndum og samherji Örnu úr FH, Þórdís Eva Steinsdóttir, þriðja á 56,13 sekúndum. Arna vann einnig sigur í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í fyrra, þá á mótsmeti; 53,92 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Arna ánægð með sigurinn um helgina, jafnvel þótt hún hefði ekki náð lágmarki fyrir EM innanhúss sem fer fram í Birmingham 1.-4. mars næstkomandi. „Mig grunaði að ég næði ekki lágmarki í fyrsta hlaupi. Eftir á að hyggja skipti meira máli að hafa unnið þetta. En auðvitað hefði ég viljað hafa tímann betri. Þetta er smá frá mínu besta. Það var gaman að vinna en ég hef engar brjálaðar áhyggjur af þessu lágmarki,“ sagði Arna sem hefur þrjár helgar í viðbót til að ná lágmarkinu fyrir EM.Fór of hægt af stað Ég veit að ég á meira inni. Ég hef hlaupið 400 metrana á 53 sekúndum. Ég á að geta þetta og verð kannski að fara hraðar af stað,“ sagði Arna. En vantaði hana meira samkeppni í hlaupinu á laugardaginn? „Það er auðvelt að segja það eftir á. Þetta var verðug samkeppni en stundum spilast hlaupin svona. Ég var á fjórðu braut og hún [Hovenkamp] á þriðju. Við fórum báðar alltof hægt af stað. Hún sagði það við mig eftir hlaupið,“ sagði Arna.EM bónus EM-lágmarkið í 400 metra hlaupi er 53,15 sekúndur. Arna segir að það verði bara bónus fyrir sig ef hún nær því. Það sem er mikilvægara er að hún er búin að ná lágmarki í 400 metra grindahlaupi, sinni aðalgrein, fyrir EM utanhúss sem fer fram í Berlín í ágúst. „Það er ekkert hræðilegt ef ég næ þessu ekki en mér finnst allt í lagi að setja mér þetta sem markmið,“ sagði Arna. En hversu mikla áherslu leggur hún á innanhússtímabilið?Meiri möguleikar í grindahlaupinu „Það skiptir máli að vera í góðu formi og líka fyrir hausinn, að vera tilbúin í utanhússtímabilið. Ég æfi vel fyrir innanhússtímabil og langar að hlaupa hratt inni. En ég veit að möguleikar mínir í 400 metra grindahlaupi eru mun meiri heldur en í 400 metra hlaupi,“ sagði Arna. Hún segir allar æfingar miðast að því að toppa á EM í Berlín í ágúst. „Í mars/apríl byrja ég í þungum sprettum og þyngri lyftingum. Ég fer örugglega í æfingabúðir í apríl eða maí. Í maí byrjar maður að fara út og hlaupa grindahlaup. Ég get það eiginlega ekki innanhúss,“ sagði Arna sem hefur síðustu ár farið í æfingabúðir til sólríkari landa, þar sem auðveldara er að æfa utanhúss en hér heima. „Það hentar mjög vel að fara í æfingabúðir í lok apríl eða byrjun maí og vera tilbúin þegar heim er komið.“Verðlaunum hlaðin í fyrra Síðasta ár var gjöfult hjá Örnu. Hún vann til bronsverðlauna í 400 metra grindahlaupi á EM U-23 ára, varð Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi innanhúss og hlaut gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi á Smáþjóðaleikunum. Þá varð hún Íslandsmeistari í fjölda greina og bikarmeistari með kvennaliði FH. „Ég hljóp reyndar hraðar árið 2016 en 2017 var best hvað árangurinn varðar,“ sagði Arna sem er nú komin í fullorðinna manna tölu, ef svo má segja. EM í Póllandi, þar sem hún vann bronsið, var hennar síðasta mót í U-23 ára flokki. Arna keppti í fullorðinsflokki á EM utanhúss í Amsterdam sumarið 2016 og náði lágmarki fyrir EM innanhúss í Belgrad síðasta vetur. Meiðsli komu í veg fyrir þátttöku hennar þar.Dreymir um úrslit á EM Arna komst í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi á EM í Amsterdam og stefnir á að gera betur í Berlín í ágúst. „Ég fór í undanúrslit síðast og það væri gaman að fara í úrslit núna,“ sagði Arna. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir kom fyrst í mark í úrslitum í 400 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum á laugardaginn. Arna hljóp á 54,39 sekúndum. Eva Hovenkamp frá Hollandi varð önnur á 54,97 sekúndum og samherji Örnu úr FH, Þórdís Eva Steinsdóttir, þriðja á 56,13 sekúndum. Arna vann einnig sigur í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í fyrra, þá á mótsmeti; 53,92 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið kvaðst Arna ánægð með sigurinn um helgina, jafnvel þótt hún hefði ekki náð lágmarki fyrir EM innanhúss sem fer fram í Birmingham 1.-4. mars næstkomandi. „Mig grunaði að ég næði ekki lágmarki í fyrsta hlaupi. Eftir á að hyggja skipti meira máli að hafa unnið þetta. En auðvitað hefði ég viljað hafa tímann betri. Þetta er smá frá mínu besta. Það var gaman að vinna en ég hef engar brjálaðar áhyggjur af þessu lágmarki,“ sagði Arna sem hefur þrjár helgar í viðbót til að ná lágmarkinu fyrir EM.Fór of hægt af stað Ég veit að ég á meira inni. Ég hef hlaupið 400 metrana á 53 sekúndum. Ég á að geta þetta og verð kannski að fara hraðar af stað,“ sagði Arna. En vantaði hana meira samkeppni í hlaupinu á laugardaginn? „Það er auðvelt að segja það eftir á. Þetta var verðug samkeppni en stundum spilast hlaupin svona. Ég var á fjórðu braut og hún [Hovenkamp] á þriðju. Við fórum báðar alltof hægt af stað. Hún sagði það við mig eftir hlaupið,“ sagði Arna.EM bónus EM-lágmarkið í 400 metra hlaupi er 53,15 sekúndur. Arna segir að það verði bara bónus fyrir sig ef hún nær því. Það sem er mikilvægara er að hún er búin að ná lágmarki í 400 metra grindahlaupi, sinni aðalgrein, fyrir EM utanhúss sem fer fram í Berlín í ágúst. „Það er ekkert hræðilegt ef ég næ þessu ekki en mér finnst allt í lagi að setja mér þetta sem markmið,“ sagði Arna. En hversu mikla áherslu leggur hún á innanhússtímabilið?Meiri möguleikar í grindahlaupinu „Það skiptir máli að vera í góðu formi og líka fyrir hausinn, að vera tilbúin í utanhússtímabilið. Ég æfi vel fyrir innanhússtímabil og langar að hlaupa hratt inni. En ég veit að möguleikar mínir í 400 metra grindahlaupi eru mun meiri heldur en í 400 metra hlaupi,“ sagði Arna. Hún segir allar æfingar miðast að því að toppa á EM í Berlín í ágúst. „Í mars/apríl byrja ég í þungum sprettum og þyngri lyftingum. Ég fer örugglega í æfingabúðir í apríl eða maí. Í maí byrjar maður að fara út og hlaupa grindahlaup. Ég get það eiginlega ekki innanhúss,“ sagði Arna sem hefur síðustu ár farið í æfingabúðir til sólríkari landa, þar sem auðveldara er að æfa utanhúss en hér heima. „Það hentar mjög vel að fara í æfingabúðir í lok apríl eða byrjun maí og vera tilbúin þegar heim er komið.“Verðlaunum hlaðin í fyrra Síðasta ár var gjöfult hjá Örnu. Hún vann til bronsverðlauna í 400 metra grindahlaupi á EM U-23 ára, varð Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi innanhúss og hlaut gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi á Smáþjóðaleikunum. Þá varð hún Íslandsmeistari í fjölda greina og bikarmeistari með kvennaliði FH. „Ég hljóp reyndar hraðar árið 2016 en 2017 var best hvað árangurinn varðar,“ sagði Arna sem er nú komin í fullorðinna manna tölu, ef svo má segja. EM í Póllandi, þar sem hún vann bronsið, var hennar síðasta mót í U-23 ára flokki. Arna keppti í fullorðinsflokki á EM utanhúss í Amsterdam sumarið 2016 og náði lágmarki fyrir EM innanhúss í Belgrad síðasta vetur. Meiðsli komu í veg fyrir þátttöku hennar þar.Dreymir um úrslit á EM Arna komst í undanúrslit í 400 metra grindahlaupi á EM í Amsterdam og stefnir á að gera betur í Berlín í ágúst. „Ég fór í undanúrslit síðast og það væri gaman að fara í úrslit núna,“ sagði Arna.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum