Miklir vatnavextir í Grímsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 21:44 Veðurfræðingur segir að draga muni hratt úr þessu ástandi í nótt. Jóhannes Geir Sigurjónsson Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður. Samgöngur Veður Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður.
Samgöngur Veður Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira