Engin heildstæð meðferð fyrir dæmda kynferðisbrotamenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir í kynferðisbrotamálum og eflingu löggæslu. vísir/stefán „Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið. Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið.
Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02