Engin heildstæð meðferð fyrir dæmda kynferðisbrotamenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir í kynferðisbrotamálum og eflingu löggæslu. vísir/stefán „Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið. Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið.
Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent