Segir Demókrata vera landráðamenn fyrir að klappa ekki Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 20:30 Donald Trump á umræddum fundi í Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn Demókrataflokksins vera landráðamenn. Vegna þess að þeir stóðu ekki upp og klöppuðu fyrir honum á stefnuræðu Trump í síðustu viku. Þetta sagði forsetinn á fundi í Ohio nú í kvöld þar sem hann reyndi að sannfæra kjósendum um kosti skattabreytinga Repúblikanaflokksins. Trump var að tala um að þingmönnum Demókrataflokksins hefði verið skipað að sýna engin viðbrögð á meðan að á stefnuræðu hans stóð. Hann talaði sérstaklega um þann hluta ræðu sinnar þar sem hann sagði atvinnuleysi meðal þeldökkra og fólks af rómönskum uppruna aldrei hafa verið minna. Hann sagði einn þingmann hafa klappað rólega og sagðist ætla að komast að því hver það hefði verið svo hann gæti sent honum þakkarbréf. Þá sagðist Trump gera ráð fyrir því að þingmanninum hefði verið refsað harkalega fyrir lófatakið. „Þetta þýðir að þeir vilja frekar sjá Trump ganga illa en að sjá landinu okkar ganga vel. Þetta er það sem þetta þýðir,“ sagði forsetinn. Trump sagði þetta vera eigingjarnt meðal Demókrata og hann hefði hætt að horfa til þeirra í salnum. Því svo mikla neikvæða orku sem hefði borið frá þeim á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu „elskað“ allt sem hann sagði. „Þau voru eins og dauðinn. Óbandarísk. Óbandarísk,“ sagði Trump og bætti við: „Einhver sagði landráðamenn? Já, af hverju ekki.“ Pres. Trump says Democrats not applauding at the State of the Union were "un-American...can we call that treason? Why not." https://t.co/NkJuIoh4fPpic.twitter.com/Pav4yoUwGB— ABC News (@ABC) February 5, 2018 Hann bætti svo við að umræddir þingmenn, sem allir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir, virtust ekki elska Bandaríkin. Ekki er liðin vika frá stefnuræðu forsetans þar sem hann varði tíma í að kalla eftir samstarfi Repúblikana og Demókrata á báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú sagði hann að skortur á fagnaðarlátum meðal Demókrata á meðan að á ræðu hans stóð myndi gera honum mun erfiðara að starfa með þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 „Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29 Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00 Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20
„Eitt lið, ein þjóð, ein bandarísk fjölskylda“ Fyrsta stefnuræða Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna einkenndist af ákalli um samstöðu og útréttri sáttahönd forsetans til hinna fjölmörgu andstæðinga hans. 31. janúar 2018 06:29
Trump fór frjálslega með staðreyndir í stefnuræðu sinni Ræða Trump innihélt fjölmargar staðhæfingar sem eru beinlínis rangar og hann hefur ítrekað haldið mörgum af umræddum staðhæfingum fram áður. 31. janúar 2018 12:00
Trump lýgur um áhorf Segir ranglega að aldrei hafi fleiri horft á stefnuræðu forseta Bandaríkjanna. 1. febrúar 2018 14:30