Óskarsverðlaun borga sig Björn Berg Gunnarsson og skrifa 7. febrúar 2018 07:00 Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun