Sátt um uppbyggingu stúdentagarða Ragna Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:26 Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun