Aníta búin að setja tíu Íslandsmet innanhúss í 800 og 1500 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 16:30 Aníta Hinriksdóttir Vísir/Anton Brink Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í gær í 1500 metra hlaupi á sterku móti í Düsseldorf sem kallast, IAAF World Indoor Tour Düsseldorf. Aníta bætti sitt eigið met frá 2014 um næstum því tíu sekúndur. Gamla metið var 4:19,31 mínútur en hún hljóp í gær á 4:09,54 mínútum. Aníta hefur þar með náð lágmörkum í bæðo 800 og 1500 metra hlaupum fyrir Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Birmingham á Englandi dagana 2. til 4. mars. Lágmarkið í 1500 metra hlaupi er 4:11,00 mín og í 800 metra hlaupi er lágmarkið 2:02,00 mínútur. Aníta þekkir það orðið vel að slá Íslandsmetin á þessum tíma ársins. Hún var að slá Íslandsmetið innanhúss í 800 eða 1500 metra hlaupi í tíunda sinn. Frá árinu 2012 hefur Aníta sett Íslandsmet í fyrstu mánuðum ársins á öllum árum nema 2016. Hér fyrir neðan má sjá þessi Íslandsmet hjá Anítu en fyrir komu hennar voru þau búin að liggja óhreyfð í tugi ára. Metið í 1500 metra hlaupinu var rétt tæplega 32 ára þegar Aníta sló það árið 2013 og metið í 800 metra hlaupinu var 34 ára og tæplega ellefu mánaða þegar hún sló það fyrst árið 2012.Íslandsmet Anítu innanhúss í 800 og 1500 metra hlaupi:2018 10) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 6. febrúar 2018 (4:09,54 mín.)2017 9) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 4. febrúar 2017 (2:01,18)2015 8) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 6. mars 2015 (2:01,56) 7) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 8. febrúar 2015 (2:01,77)2014 6) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 26. janúar 2014 (4:19,31 mín.) 5) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 19. janúar 2014 (2:01,81)2013 4) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 2. febrúar 2013 (2:03,27) 3) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 27. janúar 2013 (4:19,57 mín.) 2) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 19. janúar 2013 (2:04,79)2012 1) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 21. janúar 2012 (2:05,96) Frjálsar íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í gær í 1500 metra hlaupi á sterku móti í Düsseldorf sem kallast, IAAF World Indoor Tour Düsseldorf. Aníta bætti sitt eigið met frá 2014 um næstum því tíu sekúndur. Gamla metið var 4:19,31 mínútur en hún hljóp í gær á 4:09,54 mínútum. Aníta hefur þar með náð lágmörkum í bæðo 800 og 1500 metra hlaupum fyrir Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Birmingham á Englandi dagana 2. til 4. mars. Lágmarkið í 1500 metra hlaupi er 4:11,00 mín og í 800 metra hlaupi er lágmarkið 2:02,00 mínútur. Aníta þekkir það orðið vel að slá Íslandsmetin á þessum tíma ársins. Hún var að slá Íslandsmetið innanhúss í 800 eða 1500 metra hlaupi í tíunda sinn. Frá árinu 2012 hefur Aníta sett Íslandsmet í fyrstu mánuðum ársins á öllum árum nema 2016. Hér fyrir neðan má sjá þessi Íslandsmet hjá Anítu en fyrir komu hennar voru þau búin að liggja óhreyfð í tugi ára. Metið í 1500 metra hlaupinu var rétt tæplega 32 ára þegar Aníta sló það árið 2013 og metið í 800 metra hlaupinu var 34 ára og tæplega ellefu mánaða þegar hún sló það fyrst árið 2012.Íslandsmet Anítu innanhúss í 800 og 1500 metra hlaupi:2018 10) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 6. febrúar 2018 (4:09,54 mín.)2017 9) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 4. febrúar 2017 (2:01,18)2015 8) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 6. mars 2015 (2:01,56) 7) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 8. febrúar 2015 (2:01,77)2014 6) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 26. janúar 2014 (4:19,31 mín.) 5) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 19. janúar 2014 (2:01,81)2013 4) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 2. febrúar 2013 (2:03,27) 3) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 27. janúar 2013 (4:19,57 mín.) 2) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 19. janúar 2013 (2:04,79)2012 1) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 21. janúar 2012 (2:05,96)
Frjálsar íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira