Ráðgjafi Trump hættir eftir frásagnir fyrrverandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 05:23 Rob Porter sést hér ræða við forsetann á göngum Hvíta hússins. Vísir/Getty Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Ráðgjafinn, Rob Porter, þvertekur fyrir frásagnir kvennanna og segir þær „svívirðilegar og einfaldlega uppspuni,“ eins og hann orðaði það þegar hann yfirgaf Hvíta húsið. Ásakanirnar komu fyrst fram í Daily Mail og birtust þar meðal annars myndir af áverkum kvennanna. Myndirnar hér að neðan eru af fyrri eiginkonu Porter, Colbie Holderness, sem segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa veitt sér glóðaraugað sem sjá má á vinstri myndinni.Colbie Holderness segir fyrrverandi eiginmann sinn hafa ítrekað ráðist á sig.Colbie HoldernessHann hafi jafnframt beitt hann miklu andlegu ofbeldi og reglulega hreytt í hana margvíslegum fúkyrðum. Þá segir hún hann einnig hafa sparkað í sig í brúðkaupsferðinni þeirra um Kanaríeyjar árið 2003. Tveimur árum síðar kýldi hann svo Holderness í andlitið í Flórens á Ítalíu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar en ljóst er að starf Porters verður ekki auðfyllt. Greinandi breska ríkisútvarpsins segir hann hafa verið einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og haldið röð og reglu á pappírsflóðinu sem fer um skrifborð Trumps á hverjum degi. Þá aðstoðaði hann jafnframt forsetann við að fylgja þeim fjölmörgu siða- og samskiptareglum sem um embættið gilda. Þannig er hann til að mynda sagður hafa staðið í augnsýn forsetans við fjölda viðburða og bent honum á hvert hann ætti að ganga og hvenær væri komið að því að taka í hendur og skrifa undir.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira