„Áhugavert hvernig enginn í ríkisstjórninni virðist bera ábyrgð á setu ráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/hanna „Svörin hans Bjarna Benediktssonar við óundirbúinni fyrirspurn minni í dag voru á ýmsan hátt áhugaverð. Í fyrsta lagi er áhugavert hvernig enginn í ríkisstjórninni virðist bera ábyrgð á setu ráðherra.“ Svona hefst færsla á Facebook-síðu Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar sem á Alþingi í dag spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hvort að hann sem formaður þess flokks væri ábyrgur fyrir setu annarra ráðherra flokksins í ríkisstjórn. Ef svo væri ekki spurði Helgi Hrafn hver væri það þá. Þingmaðurinn lagði reyndar út af fyrirspurninni með nokkrum orðum um Landsdóm sem hugsaður væri sem dómstóll um ráðherraábyrgð. „Hann hefur einungis einu sinni dæmt í máli og það var í máli Geirs H. Haardes á sínum tíma. Síðan þá hefur nákvæmlega enginn pólitískur vilji verið til þess að nýta þennan landsdóm. Ég hendi því svona inn í leiðinni að tekið er á þessu í frumvarpi stjórnlagaráðs, eins og mörgu öðru sem maður talar um hérna. Það liggur fyrir að ákveðið tómarúm er í pólitískri ábyrgð á Íslandi. Maður hefði þá haldið að hæstvirtur forsætisráðherra bæri ábyrgð á setu annarra ráðherra en ef maður spyr hana bendir hún á formann Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn — ég er augljóslega að tala um hæstv. dómsmálaráðherra — nefnilega hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktsson. Einn bendir á annan og öll þessi ábyrgðarkeðja virðist vera heldur óskýr,“ sagði Helgi Hrafn.Lögin um Landsdóm að enn í gildi Bjarni svaraði því til að honum þætti sem þingmaðurinn væri að hræra í eina skál alls konar ólíkum álitamálum. „Það er talað um Landsrétt og landsdóm og einhvern pólitískan vilja sem kann að vera til að virkja ákvæði laganna um landsdóm. Ég ætla fyrst að afgreiða það mál. Ég lýsi mikilli furðu á umræðum um að lögin um landsdóm séu ekki virk eða niður fallin fyrir sakir umræðu á hinum pólitíska vettvangi um að menn telji þörf á að endurskoða lögin. Að sjálfsögðu standa lögin eins og þau eru. Það er ekki langt síðan menn ákváðu að virkja þau. Ég var andmæltur því á þeim tíma. Ég hef talað fyrir því að þau lög þurfi að endurskoða. En lögin eru þarna. Ef háttvirtur þingmaður telur ástæðu til að virkja lögin og kalla saman landsdóm og draga þar ráðherra til ábyrgðar á hann að tala fyrir því en ekki skáka í skjóli þess að það sé enginn almennur pólitískur vilji sem komi í veg fyrir að hann geti fengið þeim vilja sínum framgengt,“ sagði Bjarni. Hann bætti svo við að varðandi í hvers skjóli ráðherrar sitja þá væri það tiltölulega einfalt í tilfelli Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sagðist leggja fram tillögu í þingflokknum sem fengi þá blessun og hann færi með hana til samstarfsflokkanna. Vonaði að hann væri að misskilja ráðherrann Helgi Hrafn furðaði sig á svari ráðherra og sagðist ekki hafa átt von á slíku svari. „Ef ég skil hæstvirtan ráðherra rétt, og ég vona að ég sé að misskilja hann, leggur hæstvirtur ráðherra tillögu fyrir þingflokkinn um það hverjir verði aðrir ráðherrar, svo sem hæstvirtur dómsmálaráðherra í þessu tilfelli, og þar við sitji. Og síðan gerist ekkert þegar dómsmálaráðherra grefur undan nýju dómstigi á landinu með lögbroti. Er svarið sum sé nei? Að formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn beri ekki ábyrgð á setu annarra ráðherra flokks síns í ríkisstjórn? Er það svarið? Þannig skildi ég svarið. Ég vona að hæstvirtur ráðherra leiðrétti það. Nú er svo komið að þessi ágæti þingflokkur hefur ákveðið þetta. Og hvað? Er þá aldrei snúið við? Hver ber ábyrgð á því að hæstvirtur dómsmálaráðherra víki þegar hún stendur sig ekki í starfinu ef ekki formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?“Benti á að á Íslandi væri þingbundin stjórn Bjarni sagði að á grundvelli stjórnarskrárinnar ætti þetta að liggja nokkuð í augum uppi. „Við erum hér með þingbundna stjórn. Tapi ráðherrar trausti Alþingis gerist það að jafnaði að fram getur komið vantrauststillaga á einstaka ráðherra. Háttvirtur þingmaður þarf því ekki að horfa til formanns Sjálfstæðisflokksins með það hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórninni starfi áfram í hans skjóli, það er vilji meiri hluta þingsins sem hefur úrslitaáhrif á hvort ráðherrar sitja í ríkisstjórn eða ekki. Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við. Ég var einfaldlega að reyna að útskýra fyrir hv. þingmanni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinum pólitíska vettvangi í mínum stjórnmálaflokki. Þar geta vissulega orðið breytingar af ýmsum ástæðum. Tapi menn trausti getur það m.a. leitt til breytinga á skipan ráðherralista Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum og eru dæmi um það í sögunni í hinu íslenska stjórnmálalífi,“ sagði Bjarni.Sammála um að almennir dómstólar eigi að taka við af Landsdómi Annað sem Helgi Hrafn segir að hafi verið áhugavert við svör Bjarna var það að hann myndi vilja að almennir dómstólar myndu taka við af Landsdómi þegar kæmi að úrlausn mála er varða ráðherraábyrgð. „Það vill svo skemmtilega til að ég er sammála honum, en þessi ágæta hugmynd er einmitt líka hluti af frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Það sem er svo merkilegt við það frumvarp, nefnilega, er að það er raunverulega gott. Það er sífellt talað um að þetta frumvarp rífi allt stjórnkerfið okkar í tætlur og setji allt á annan endann, en það er einfaldlega ekki þannig. Það eru eflaust lagatæknileg atriði og orðalag sem mætti laga til hér og þar, en það líður varla sú vika að ekki komi eitthvað upp í stjórnmálum á Íslandi sem frumvarp um nýja stjórnarskrá tekur á með beinum hætti. Það frumvarp endurspeglar allskonar hluti sem er miklu meiri samhugur um efni frumvarpsins heldur en andstæðingar þess halda,“ segir Helgi Hrafn á Facebook-síðu sinni. Alþingi Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Svörin hans Bjarna Benediktssonar við óundirbúinni fyrirspurn minni í dag voru á ýmsan hátt áhugaverð. Í fyrsta lagi er áhugavert hvernig enginn í ríkisstjórninni virðist bera ábyrgð á setu ráðherra.“ Svona hefst færsla á Facebook-síðu Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar sem á Alþingi í dag spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hvort að hann sem formaður þess flokks væri ábyrgur fyrir setu annarra ráðherra flokksins í ríkisstjórn. Ef svo væri ekki spurði Helgi Hrafn hver væri það þá. Þingmaðurinn lagði reyndar út af fyrirspurninni með nokkrum orðum um Landsdóm sem hugsaður væri sem dómstóll um ráðherraábyrgð. „Hann hefur einungis einu sinni dæmt í máli og það var í máli Geirs H. Haardes á sínum tíma. Síðan þá hefur nákvæmlega enginn pólitískur vilji verið til þess að nýta þennan landsdóm. Ég hendi því svona inn í leiðinni að tekið er á þessu í frumvarpi stjórnlagaráðs, eins og mörgu öðru sem maður talar um hérna. Það liggur fyrir að ákveðið tómarúm er í pólitískri ábyrgð á Íslandi. Maður hefði þá haldið að hæstvirtur forsætisráðherra bæri ábyrgð á setu annarra ráðherra en ef maður spyr hana bendir hún á formann Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn — ég er augljóslega að tala um hæstv. dómsmálaráðherra — nefnilega hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktsson. Einn bendir á annan og öll þessi ábyrgðarkeðja virðist vera heldur óskýr,“ sagði Helgi Hrafn.Lögin um Landsdóm að enn í gildi Bjarni svaraði því til að honum þætti sem þingmaðurinn væri að hræra í eina skál alls konar ólíkum álitamálum. „Það er talað um Landsrétt og landsdóm og einhvern pólitískan vilja sem kann að vera til að virkja ákvæði laganna um landsdóm. Ég ætla fyrst að afgreiða það mál. Ég lýsi mikilli furðu á umræðum um að lögin um landsdóm séu ekki virk eða niður fallin fyrir sakir umræðu á hinum pólitíska vettvangi um að menn telji þörf á að endurskoða lögin. Að sjálfsögðu standa lögin eins og þau eru. Það er ekki langt síðan menn ákváðu að virkja þau. Ég var andmæltur því á þeim tíma. Ég hef talað fyrir því að þau lög þurfi að endurskoða. En lögin eru þarna. Ef háttvirtur þingmaður telur ástæðu til að virkja lögin og kalla saman landsdóm og draga þar ráðherra til ábyrgðar á hann að tala fyrir því en ekki skáka í skjóli þess að það sé enginn almennur pólitískur vilji sem komi í veg fyrir að hann geti fengið þeim vilja sínum framgengt,“ sagði Bjarni. Hann bætti svo við að varðandi í hvers skjóli ráðherrar sitja þá væri það tiltölulega einfalt í tilfelli Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sagðist leggja fram tillögu í þingflokknum sem fengi þá blessun og hann færi með hana til samstarfsflokkanna. Vonaði að hann væri að misskilja ráðherrann Helgi Hrafn furðaði sig á svari ráðherra og sagðist ekki hafa átt von á slíku svari. „Ef ég skil hæstvirtan ráðherra rétt, og ég vona að ég sé að misskilja hann, leggur hæstvirtur ráðherra tillögu fyrir þingflokkinn um það hverjir verði aðrir ráðherrar, svo sem hæstvirtur dómsmálaráðherra í þessu tilfelli, og þar við sitji. Og síðan gerist ekkert þegar dómsmálaráðherra grefur undan nýju dómstigi á landinu með lögbroti. Er svarið sum sé nei? Að formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn beri ekki ábyrgð á setu annarra ráðherra flokks síns í ríkisstjórn? Er það svarið? Þannig skildi ég svarið. Ég vona að hæstvirtur ráðherra leiðrétti það. Nú er svo komið að þessi ágæti þingflokkur hefur ákveðið þetta. Og hvað? Er þá aldrei snúið við? Hver ber ábyrgð á því að hæstvirtur dómsmálaráðherra víki þegar hún stendur sig ekki í starfinu ef ekki formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?“Benti á að á Íslandi væri þingbundin stjórn Bjarni sagði að á grundvelli stjórnarskrárinnar ætti þetta að liggja nokkuð í augum uppi. „Við erum hér með þingbundna stjórn. Tapi ráðherrar trausti Alþingis gerist það að jafnaði að fram getur komið vantrauststillaga á einstaka ráðherra. Háttvirtur þingmaður þarf því ekki að horfa til formanns Sjálfstæðisflokksins með það hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórninni starfi áfram í hans skjóli, það er vilji meiri hluta þingsins sem hefur úrslitaáhrif á hvort ráðherrar sitja í ríkisstjórn eða ekki. Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við. Ég var einfaldlega að reyna að útskýra fyrir hv. þingmanni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinum pólitíska vettvangi í mínum stjórnmálaflokki. Þar geta vissulega orðið breytingar af ýmsum ástæðum. Tapi menn trausti getur það m.a. leitt til breytinga á skipan ráðherralista Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum og eru dæmi um það í sögunni í hinu íslenska stjórnmálalífi,“ sagði Bjarni.Sammála um að almennir dómstólar eigi að taka við af Landsdómi Annað sem Helgi Hrafn segir að hafi verið áhugavert við svör Bjarna var það að hann myndi vilja að almennir dómstólar myndu taka við af Landsdómi þegar kæmi að úrlausn mála er varða ráðherraábyrgð. „Það vill svo skemmtilega til að ég er sammála honum, en þessi ágæta hugmynd er einmitt líka hluti af frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Það sem er svo merkilegt við það frumvarp, nefnilega, er að það er raunverulega gott. Það er sífellt talað um að þetta frumvarp rífi allt stjórnkerfið okkar í tætlur og setji allt á annan endann, en það er einfaldlega ekki þannig. Það eru eflaust lagatæknileg atriði og orðalag sem mætti laga til hér og þar, en það líður varla sú vika að ekki komi eitthvað upp í stjórnmálum á Íslandi sem frumvarp um nýja stjórnarskrá tekur á með beinum hætti. Það frumvarp endurspeglar allskonar hluti sem er miklu meiri samhugur um efni frumvarpsins heldur en andstæðingar þess halda,“ segir Helgi Hrafn á Facebook-síðu sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00
Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00