„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 16:49 Ron Johnson hefur áður þurft að draga í land með kenningar um samsæri gegn Trump forseta. Vísir/AFP Skilaboð sem tveir starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI sendu sín á milli um áhuga Barack Obama, þáverandi forseta, á störfum þeirra vörðuð rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum en ekki á Hillary Clinton. Fjölmiðlar hliðhollir Trump ýjuðu sterklega að því síðarnefnda og Trump sjálfur kallaði skilaboðin „bombu“ í tísti. „NÝ FBI SKILABOÐ ERU BOMBA!“ tísti Trump í gær. Vísaði hann þar til fréttaflutnings hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox News um textaskilaboð tveggja starfsmanna FBI sem mikið hefur verið fjallað um vestanhafs síðustu vikur. Mikla athygli vakti þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, fjarlægði Peter Strzok úr teymi sínu. Þá hafði Strzok orðið uppvís að því að hafa skipst á neikvæðum skilaboðum um Trump við Lisu Page, samstarfskonu hans, á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Strzok og Page áttu þá í leynilegu ástarsambandi. Skilaboðin hafa síðan verið gerð opinber. Í skilaboðum frá 1. september það ár vísaði Page til fundar hjá FBI vegna þess að Obama, þáverandi forseti, vildi „vita allt um það sem við erum að gera“. Strzok vann bæði við rannsóknina á Clinton og síðar Rússarannsóknina þar til hann var færður til í starfi. Trump fullyrti meðal annars að Strzok hefði framið „landráð“ með skilaboðunum í viðtali við Wall Street Journal á dögunum.Fréttin hrakin síðar sama dagFox News birti frétt upp úr skilaboðunum sem Ron Johnson, þingmaður repúblikana, opinberaði í skýrslu á þriðjudag. Johnson hélt því fram að skilaboðin sýndu mögulega að Obama hafi verið með puttana í rannsókn FBI á tölvupóstnotkun Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. Trump hefur ítrekað fullyrt að ekki hafi verið allt með felldu í þeirri rannsókn og að Clinton ætti að vera í fangelsi.Mikið fár hefur skapast um skilaboð Peters Strzok við hjákonu sína Lisu Page árið 2016. Þá töluðu þau neikvætt um Trump en einnig fleiri frambjóðendur.Vísir/AFPFréttin fór svo sem eldur í sinu um hægrisinnaða fjölmiðla sem tala máli Trump. Fox virðist ekki hafa leitað eftir viðbrögðum frá Obama eða fyrrverandi starfsliði hans vegna fréttarinnar. Grundvöllur fréttar Fox brást síðar sama dag. Wall Street Journal sagði fyrst frá því að áhugi Obama á störfum FBI hafi beinst að rannsókn stofnunarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Álitsgjafar Fox héldu engu að síður áfram að ræða samsæriskenninguna áfram.Passar ekki við tímalínu atburðaCNN-fréttastöðin bendir á að Page sendi skilaboðin eftir að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton lauk en áður en hún var opnuð aftur í skamman tíma rétt fyrir kjördag. Þau voru aftur á móti send aðeins tveimur dögum áður en Obama gekk á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum. Fyrrverandi starfsmaður Obama segir kenninguna um að skilaboðin hafi tengst rannsókninni á Clinton „algera vitleysu“ sem passi ekki við tímalínu atburða. Heimildarmaður CNN sem tengist Strzok tekur undir að áhugi Obama hafi beinst að því sem FBI var að gera í afskiptum Rússa. Þá kemur fram í frétt CNN að þetta er ekki í fyrsta skipti sem samsæriskenning sem þingmaðurinn setur fram reynist reist á sandi. Skammt er síðan hann fullyrti að skilaboð Strzok og Page sýndu fram á „leynifélag“ hafi verið innan FBI sem ynni gegn Trump forseta. Johnson lagði þá kenningu á hilluna eftir að í ljós kom að skilaboðin sem hann túlkaði þannig hafi í raun snúist um dagatöl með myndum af Pútín Rússlandsforseta sem starfsmenn FBI skiptust á í gríni þegar Rússarannsóknin var á frumstigi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Skilaboð sem tveir starfsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI sendu sín á milli um áhuga Barack Obama, þáverandi forseta, á störfum þeirra vörðuð rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum en ekki á Hillary Clinton. Fjölmiðlar hliðhollir Trump ýjuðu sterklega að því síðarnefnda og Trump sjálfur kallaði skilaboðin „bombu“ í tísti. „NÝ FBI SKILABOÐ ERU BOMBA!“ tísti Trump í gær. Vísaði hann þar til fréttaflutnings hægrisinnaðra fjölmiðla eins og Fox News um textaskilaboð tveggja starfsmanna FBI sem mikið hefur verið fjallað um vestanhafs síðustu vikur. Mikla athygli vakti þegar Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar, fjarlægði Peter Strzok úr teymi sínu. Þá hafði Strzok orðið uppvís að því að hafa skipst á neikvæðum skilaboðum um Trump við Lisu Page, samstarfskonu hans, á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Strzok og Page áttu þá í leynilegu ástarsambandi. Skilaboðin hafa síðan verið gerð opinber. Í skilaboðum frá 1. september það ár vísaði Page til fundar hjá FBI vegna þess að Obama, þáverandi forseti, vildi „vita allt um það sem við erum að gera“. Strzok vann bæði við rannsóknina á Clinton og síðar Rússarannsóknina þar til hann var færður til í starfi. Trump fullyrti meðal annars að Strzok hefði framið „landráð“ með skilaboðunum í viðtali við Wall Street Journal á dögunum.Fréttin hrakin síðar sama dagFox News birti frétt upp úr skilaboðunum sem Ron Johnson, þingmaður repúblikana, opinberaði í skýrslu á þriðjudag. Johnson hélt því fram að skilaboðin sýndu mögulega að Obama hafi verið með puttana í rannsókn FBI á tölvupóstnotkun Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. Trump hefur ítrekað fullyrt að ekki hafi verið allt með felldu í þeirri rannsókn og að Clinton ætti að vera í fangelsi.Mikið fár hefur skapast um skilaboð Peters Strzok við hjákonu sína Lisu Page árið 2016. Þá töluðu þau neikvætt um Trump en einnig fleiri frambjóðendur.Vísir/AFPFréttin fór svo sem eldur í sinu um hægrisinnaða fjölmiðla sem tala máli Trump. Fox virðist ekki hafa leitað eftir viðbrögðum frá Obama eða fyrrverandi starfsliði hans vegna fréttarinnar. Grundvöllur fréttar Fox brást síðar sama dag. Wall Street Journal sagði fyrst frá því að áhugi Obama á störfum FBI hafi beinst að rannsókn stofnunarinnar á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Álitsgjafar Fox héldu engu að síður áfram að ræða samsæriskenninguna áfram.Passar ekki við tímalínu atburðaCNN-fréttastöðin bendir á að Page sendi skilaboðin eftir að rannsókn FBI á tölvupóstum Clinton lauk en áður en hún var opnuð aftur í skamman tíma rétt fyrir kjördag. Þau voru aftur á móti send aðeins tveimur dögum áður en Obama gekk á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum. Fyrrverandi starfsmaður Obama segir kenninguna um að skilaboðin hafi tengst rannsókninni á Clinton „algera vitleysu“ sem passi ekki við tímalínu atburða. Heimildarmaður CNN sem tengist Strzok tekur undir að áhugi Obama hafi beinst að því sem FBI var að gera í afskiptum Rússa. Þá kemur fram í frétt CNN að þetta er ekki í fyrsta skipti sem samsæriskenning sem þingmaðurinn setur fram reynist reist á sandi. Skammt er síðan hann fullyrti að skilaboð Strzok og Page sýndu fram á „leynifélag“ hafi verið innan FBI sem ynni gegn Trump forseta. Johnson lagði þá kenningu á hilluna eftir að í ljós kom að skilaboðin sem hann túlkaði þannig hafi í raun snúist um dagatöl með myndum af Pútín Rússlandsforseta sem starfsmenn FBI skiptust á í gríni þegar Rússarannsóknin var á frumstigi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30