Geir: Framkoma HSÍ gagnvart mér fyrir neðan allar hellur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2018 17:39 Geir á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. vísir/afp Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00
Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15
Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28
HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30
Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46