Nóg komið Hörður Ægisson skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Áralöngum átökum stjórnvalda við kröfuhafa gömlu bankanna, erlenda vogunarsjóði, lauk sumarið 2015. Óhætt er að segja að þar hafi stjórnvöld haft fullnaðarsigur sem gerði þeim kleift að rjúfa einangrun Íslands við erlenda markaði. Kröfuhafar féllust á að gefa eftir eignir upp á um 500 milljarða auk annarra ráðstafana í því skyni að hægt væri að losa um höftin. Ávinningur Íslands fólst ekki aðeins í beinum stöðugleikaframlögum heldur ekki síður í þeirri staðreynd að haftaáætlunin þótti trúverðug og engin lagaleg eftirmál urðu af aðgerðum stjórnvalda. Það hefur meðal annars skilað sér í því að lánshæfiseinkunn Íslands hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í sögunni, vextir hafa lækkað, fjárfesting erlendra aðila stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins aldrei verið betri. Nú bregður svo við að þáverandi forsætisráðherra, sem átti ótvírætt einna mestan þátt í því að tryggja þessa niðurstöðu, hefur látið að því liggja að verið sé að hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð í tengslum við yfirstandandi söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka. Þar hefur margt verið sagt sem ekki stenst skoðun. Í stað þess að bankinn yrði afhentur ríkinu, sem stóð til boða, var réttilega ákveðið að skynsamlegra væri að fela kröfuhöfum það verkefni – og milljarða króna kostnaðinn sem því fylgir – að koma honum í verð innan ákveðins tíma, með alþjóðlegu útboði og skráningu, en um leið að söluandvirðið færi að mestu til ríkissjóðs. Þetta var snjöll lausn sem er nú að raungerast. Ekkert slíkt væri í burðarliðnum ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins. Til að tryggja hagsmuni ríkisins var sett inn ákvæði um forkaupsrétt. Þetta var meðal annars gert til að girða fyrir þann möguleika að kröfuhafar myndu selja bankann á hrakvirði til erlendra sjóða þar sem þeir sjálfir væru hinir endanlegu eigendur. Með öðrum orðum að þeir tækju snúning á ríkið. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á kaupum vogunarsjóða á 30 prósenta hlut í Arion þá liggur það einfaldlega fyrir, samkvæmt þeim stöðugleikasamningum sem um var samið, að ríkið hafði ekki forkaupsrétt að þeim bréfum. Um þetta er óþarfi að deila – og því síður að gera tortryggilegt. Strangt til tekið fóru þau viðskipti fram á gengi sem var um tíu prósentum hærra en hefði þurft til að virkja forkaupsréttinn. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hann sé endurskoðaður við opið útboð enda myndi forkaupsrétturinn að öðrum kosti útiloka í reynd skráningu á bankanum og þar með sölu til almennings. Engin ástæða er til að draga upp þá mynd að Ísland eigi enn í útistöðum við vogunarsjóði gömlu bankanna. Svo er ekki. Staðreyndin er sú að þeim eru settar þröngar skorður, byggt á þeim leikreglum sem stjórnvöld settu með stöðugleikaskilyrðunum, við sölu á Arion banka. Hagsmunir Íslands, beinir og óbeinir, af því að vel takist til við útboð bankans eru ekki síðri en kröfuhafa, sem fá aðeins lítinn hluta söluandvirðisins til sín. Því verður vart trúað að einhver vilji að stjórnvöld leysi til sín þriðja bankann, eitthvað sem þau hafa ekki sjálfdæmi um, og auka enn þá áhættu sem fylgir því að vera með fjármuni sem myndu nema um 30 prósentum af landsframleiðslu bundna í áhættusömum bankarekstri. Ekki er hægt að bjóða upp á þetta rugl mikið lengur. Það er nóg komið.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun