Innlent

Veittist að vegfaranda eftir að hafa ekið á hann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nokkrir voru fluttir á Hverfisgötu í gærkvöldi og nótt.
Nokkrir voru fluttir á Hverfisgötu í gærkvöldi og nótt. VÍSIR/EYÞÓR
Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrátt fyrir mikla umfjöllun virðist innbrotahrinan sem leikið hefur íbúa Reykjavíkur og nágrennis grátt síðustu vikur því engan enda ætla að taka.

Það var skömmu eftir miðnætti sem lögreglu var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem brotist hafði inn í húsnæði við Njálgsötu. Maðurinn var handtekinn og fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu. Þegar þangað var komið fundu lögreglumenn það sem virðast hafa verið fíkniefni í fórum mannsins. Maðurinn verður yfirheyrður þegar af honum rennur.

Sjá einnig: Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun

Hitt innbrotið var framið á heimili í Grafarvogi, líklega á tíunda tímanum í gærkvöldi. Búið var að fara inn á heimilið og róta mikið en á þessari stundu er ekki vitað hverju var stolið.

Þá var tilkynnt um ökumann bifreiðar sem ekið hafði utan í mann við Garðastræti á sjötta tímanum í gær. Vitni lýsir því hvernig ökumaðurinn stöðvaði bifreiðina og steig út úr henni. Því næst hrópaði hann að vegfarandanum sem hann hafði ekið á og reyndi að slá til hans. Því næst fór ökumaðurinn aftur í bifreið sína og ók á brott. Að sögn lögreglu leitaði þolandinn á slysadeild og hyggst kæra ökumanninn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×