Þörf fyrir 2.200 nýjar íbúðir á ári til 2040 Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2018 07:04 Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu að sögn Íbúðalánasjóðs. Vísir/Andri Marinó Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta undirliggjandi þörf og uppsöfnuðum skorti frá árinu 2012. Til samanburðar voru um 1.500 íbúðir byggðar árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf fyrir íbúðir hér á landi. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir aukinn kraft í uppbyggingu íbúða um þessar mundir verði að teljast ólíklegt að uppsafnaður skortur frá árinu 2012 hverfi að fullu á næstu tveimur árum, þótt hann gæti minnkað. Von er á tölum um nýbyggingar og fólksfjölgun fyrir nýliðið ár, sem munu varpa frekara ljósi á stöðuna. Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu eða að meðaltali 2.200 nýjar íbúðir á ári hverju til ársins 2040 miðað við uppsafnaðan skort síðan 2012. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að um sé að ræða umtalsvert meiri uppbyggingu á ári hverju en var á tímabilinu 2009-2016. Allra næstu árin sé þó þörf á fleiri íbúðum árlega en sem þessari spá til ársins 2040 nemur enda sé uppsafnaður skortur til staðar.Ungir sem aldnir hafa áhrif „Þá hefur það einnig áhrif á þörf fyrir byggingu nýrra íbúða hversu lengi ungt fólk býr í foreldrahúsum og jafnframt hve seint aldraðir flytja á hjúkrunarheimili. Á undanförnum áratugum hefur skólaganga fólks lengst, fólk fer þar af leiðandi síðar á vinnumarkað og býr lengur í foreldrahúsum. Vilji fólk að meðaltali flytja 5 árum seinna úr foreldrahúsum árið 2040 en fólk gerði árið 2011 er þörf á um 11.000 nýjum íbúðum á tímabilinu 2017-2019 í stað 17 þúsund,“ segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Sú spurning stendur þó eftir hvort fólk vilji raunverulega flytja seinna að heiman en áður eða hvort það neyðist til að búa lengur heima. Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur vissulega aukist undanfarin ár en á sama tíma hefur verið hávær umræða um hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að fá húsnæði á viðráðanlegum kjörum,“ er ennfremur bætt við. Það er þó ekki aðeins ungt fólk sem flytur síðar að sögn hagfræðinga Íbúðalánasjóðs. Aldraðir búa nú við betri heilsu en áður og haldi sú þróun áfram má ætla að það hafi áhrif á það hvenær fólk flytur að jafnaði á hjúkrunarheimili. Flytji aldraðir að jafnaði fimm árum síðar á hjúkrunarheimili en þeir gerðu árið 2011 er þörf fyrir 3.000 fleiri íbúðir árið 2040. Á móti minnkar þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila. Húsnæðismál Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta undirliggjandi þörf og uppsöfnuðum skorti frá árinu 2012. Til samanburðar voru um 1.500 íbúðir byggðar árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf fyrir íbúðir hér á landi. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir aukinn kraft í uppbyggingu íbúða um þessar mundir verði að teljast ólíklegt að uppsafnaður skortur frá árinu 2012 hverfi að fullu á næstu tveimur árum, þótt hann gæti minnkað. Von er á tölum um nýbyggingar og fólksfjölgun fyrir nýliðið ár, sem munu varpa frekara ljósi á stöðuna. Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu eða að meðaltali 2.200 nýjar íbúðir á ári hverju til ársins 2040 miðað við uppsafnaðan skort síðan 2012. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að um sé að ræða umtalsvert meiri uppbyggingu á ári hverju en var á tímabilinu 2009-2016. Allra næstu árin sé þó þörf á fleiri íbúðum árlega en sem þessari spá til ársins 2040 nemur enda sé uppsafnaður skortur til staðar.Ungir sem aldnir hafa áhrif „Þá hefur það einnig áhrif á þörf fyrir byggingu nýrra íbúða hversu lengi ungt fólk býr í foreldrahúsum og jafnframt hve seint aldraðir flytja á hjúkrunarheimili. Á undanförnum áratugum hefur skólaganga fólks lengst, fólk fer þar af leiðandi síðar á vinnumarkað og býr lengur í foreldrahúsum. Vilji fólk að meðaltali flytja 5 árum seinna úr foreldrahúsum árið 2040 en fólk gerði árið 2011 er þörf á um 11.000 nýjum íbúðum á tímabilinu 2017-2019 í stað 17 þúsund,“ segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Sú spurning stendur þó eftir hvort fólk vilji raunverulega flytja seinna að heiman en áður eða hvort það neyðist til að búa lengur heima. Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur vissulega aukist undanfarin ár en á sama tíma hefur verið hávær umræða um hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að fá húsnæði á viðráðanlegum kjörum,“ er ennfremur bætt við. Það er þó ekki aðeins ungt fólk sem flytur síðar að sögn hagfræðinga Íbúðalánasjóðs. Aldraðir búa nú við betri heilsu en áður og haldi sú þróun áfram má ætla að það hafi áhrif á það hvenær fólk flytur að jafnaði á hjúkrunarheimili. Flytji aldraðir að jafnaði fimm árum síðar á hjúkrunarheimili en þeir gerðu árið 2011 er þörf fyrir 3.000 fleiri íbúðir árið 2040. Á móti minnkar þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Húsnæðismál Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent