Gamaldags átakapólitík Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. janúar 2018 15:53 Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Stj.mál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu Vinstri græn áherslu á að veruleg innspýting fjármuna í heilbrigðismál, menntamál, innviðauppbyggingu og velferðarmál væri nauðsynleg til að koma þessum málaflokkum í sómasamlegt horf. Auka þyrfti árleg útgjöld til þessara málaflokka í skrefum um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu umfram sem fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði ráð fyrir. Við lögðum einnig áherslu á bætt vinnubrögð, að þegar ákvarðanir eru teknar á vetvangi stjórnmálanna væri horft til lengra en eins árs í senn og byggt á stefnumótun sem tæki mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri tíma frekar að vinna litlar orustur inn á Alþingi. Það er okkar trú að þannig getum við nýtt fjármuni betur og þannig gert betur fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna tók við þann 1. desember sl. og hóf strax vinnu við breytingar á því fjárlagafrumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafði lagt fram. Fjórum vikum síðar samþykkti Alþingi fjárlög sem fela í sér tæplega 19 milljarða útgjaldaaukningu umfram það sem fyrri fjárlög höfðu gert ráð fyrir og samtals 55,3 milljarða útgjaldaaukningu á milli ára. Ef við horfum eingöngu á útgjaldaaukninguna og hugsum jafnvel í prósentum má segja að þessi fjárlög séu einstakur árangur í loforðaefndum. Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið – 19 milljarðar af 40-50 voru komnir í hús. En auðvitað er þetta ekki svo einfallt að það sé hægt afgreiða þetta með einföldum prósentureikningi. Fjárlögin voru unnin á ótrúlega stuttum tíma og því gafst ekki mikill tími til að horfa langt fram veginn. Sú vinna stendur nú yfir, við gerð fjármálaáætlunar, endurskoðun almannatrygginga og einnig heilbrigðisáætlunar, svo dæmi séu nefnd.Á aðeins einum mánuði í ríkisstjórn höfðum við Vinstri græn uppfyllt um 40% af útgjaldaloforðum okkar fyrir kjörtímabilið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þeirra sem virðast telja að eðlilegt sé að smætta alla umræðu um ríkisfjármál og uppbyggingu á okkar samfélagslegu innviðum niður í einfaldan prósentureikning og stakar atkvæðagreiðslur á Alþingi, eins og sjá mátti í grein hans í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Vinstri svik“. Ágúst hefur nefnilega með einföldum prósentureikningi komist að þeirri niðurstöðu að Vinstri græn hafi framið mikil svik með fyrrnefndum fjármlögum. Þetta er hins vegar marklaust þegar kemur að því að mæla árangur eða efndir Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ágúst hefði nefnilega getað gert lítið úr nánast hvaða útgjaldaaukningu sem er með því að veifa prósentutölum, enda er 40 til 50 milljarða aukning útgjalda bara um 5% aukning. Allt tal um svik Vinstri grænna er því marklaust, hluti af hinni gömlu átakapólitík sem engu skilar. Ég hvet Ágúst Ólaf, og aðra í stjórnarandstöðunni, til að taka höndum saman með okkur í ríkisstjórninni í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun