Langþreytt á þrengslum, aðstöðuleysi og heilsuspillandi húsnæði Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 20:00 Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00
Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27