Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. janúar 2018 08:30 Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. vísir/gva Tveir rannsóknarlögreglumenn og einn fulltrúi af ákærusviði fá nú það hlutverk að yfirfara öll mál kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem eru til rannsóknar aftur og greina þau. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu stíft í gær vegna máls þar sem maður sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti, en kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst síðastliðnum vegna brota sem eiga að hafa staðið yfir frá árunum 2004-2010. Manninum var hins vegar ekki vikið úr starfi á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda fyrr en í síðustu viku. Daginn eftir var hann settur í gæsluvarðhald. Maðurinn starfaði því með ungmennum í rúma fimm mánuði eftir að kæran var lögð fram. Til þessara aðgerða er gripið í viðleitni embættisins til að tryggja að engin mál, sambærileg máli mannsins sem um ræðir, komi upp. Lögregla hefur viðurkennt mistök og yfirsjón í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglunnar segir að starfsmenn deildarinnar hafi talið að meintur gerandi hefði verið stuðningsfulltrúi kæranda, en ekki litið þannig á að viðkomandi starfaði enn að barnaverndarmálum.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.VísirRéttargæslumaður meints brotaþola í málinu, Sævar Þór Jónsson, segir að í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál piltsins hafi sjö einstaklingar haft samband við sig, í síma og í tölvupósti. „Þetta er fólk sem vill veita stuðning varðandi rannsókn, staðfesta lýsingar og brot. Ég hef hvatt þetta fólk til að senda inn kæru.“ Aðspurður segir hann þessa einstaklinga ekki hafa tilgreint sérstaklega hvar þeir hafi kynnst manninum, það er að segja hvort um sé að ræða ásakanir um brot gegn börnum sem honum hefur verið trúað fyrir starfa sinna vegna. „En þetta eru einstaklingar sem kannast við lýsingar á manninum og segjast hafa átt í samskiptum við hann. Sumir eru eingöngu að koma fram til að veita stuðning. Það er bara misjafnt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn er kærður fyrir kynferðisbrot, en í febrúar 2013 kærði ungur piltur manninn fyrir kynferðislega áreitni. Meint brot eiga að hafa staðið yfir þegar drengurinn var á aldrinum 10 til 17 ára. Maðurinn var ekki boðaður í skýrslutöku vegna málsins fyrr en í september sama ár. Hann neitaði sök og með bréfi í nóvember 2013 var ætlað brot talið fyrnt. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tveir rannsóknarlögreglumenn og einn fulltrúi af ákærusviði fá nú það hlutverk að yfirfara öll mál kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem eru til rannsóknar aftur og greina þau. Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu stíft í gær vegna máls þar sem maður sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur er grunaður um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti, en kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst síðastliðnum vegna brota sem eiga að hafa staðið yfir frá árunum 2004-2010. Manninum var hins vegar ekki vikið úr starfi á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda fyrr en í síðustu viku. Daginn eftir var hann settur í gæsluvarðhald. Maðurinn starfaði því með ungmennum í rúma fimm mánuði eftir að kæran var lögð fram. Til þessara aðgerða er gripið í viðleitni embættisins til að tryggja að engin mál, sambærileg máli mannsins sem um ræðir, komi upp. Lögregla hefur viðurkennt mistök og yfirsjón í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglunnar segir að starfsmenn deildarinnar hafi talið að meintur gerandi hefði verið stuðningsfulltrúi kæranda, en ekki litið þannig á að viðkomandi starfaði enn að barnaverndarmálum.Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.VísirRéttargæslumaður meints brotaþola í málinu, Sævar Þór Jónsson, segir að í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál piltsins hafi sjö einstaklingar haft samband við sig, í síma og í tölvupósti. „Þetta er fólk sem vill veita stuðning varðandi rannsókn, staðfesta lýsingar og brot. Ég hef hvatt þetta fólk til að senda inn kæru.“ Aðspurður segir hann þessa einstaklinga ekki hafa tilgreint sérstaklega hvar þeir hafi kynnst manninum, það er að segja hvort um sé að ræða ásakanir um brot gegn börnum sem honum hefur verið trúað fyrir starfa sinna vegna. „En þetta eru einstaklingar sem kannast við lýsingar á manninum og segjast hafa átt í samskiptum við hann. Sumir eru eingöngu að koma fram til að veita stuðning. Það er bara misjafnt.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn er kærður fyrir kynferðisbrot, en í febrúar 2013 kærði ungur piltur manninn fyrir kynferðislega áreitni. Meint brot eiga að hafa staðið yfir þegar drengurinn var á aldrinum 10 til 17 ára. Maðurinn var ekki boðaður í skýrslutöku vegna málsins fyrr en í september sama ár. Hann neitaði sök og með bréfi í nóvember 2013 var ætlað brot talið fyrnt.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. 30. janúar 2018 14:32
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46