Óauglýst orðið eitt það vinsælasta í World Class: „Vil bara hafa fólk sem er tilbúið að leggja sig fram“ Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 11:30 Birkir Vagn Ómarsson, hefur skotist upp á stjörnuhiminn líkamsræktarþjálfara. Getur komið hverjum sem er í dúndurform. Vísir/Ernir Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður. Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður.
Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira