Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 12:09 Robert Mueller rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00