Danski framherjinn Tobias Thomsen er genginn í raðir Vals úr KR, en þetta staðfesta Valsmenn með fréttatilkynningu sem þeir sendu á fjölmiðla nú síðdegis.
Thomsen kom til KR fyrir síðustu leiktíð og byrjaði á því að skora í fyrstu þremur leikjum sínum í Lengjubikarnum. Hann skoraði svo þrettán mörk í 25 leikjum í deild og bikar fyrir Vesturbæjarliðið.
Þessi öflugi framherji spilaði með Köge, Nyköping og Næstved áður en hann kom til Íslands en hann mun berjast um framherjastöðuna við samlanda sinn Patrick Pedersen sem er þó eitthvað meiddur.
„Tobias er vinnusamnur og harðduglegur leikmaður sem mun án efa styrkja sóknarlínu Vals til mikilla muna. Knattspyrnudeild Val lýsir mikilli ánægju með komu Tobiasar,“ segir í fréttatilkynningu Valsmanna.
Tobias úr KR í Val: „Mun án efa styrkja sóknarlínu Vals til mikilla muna“

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
