FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 21:39 Adam Schiff og Devin Nunes, nefndarmenn í njósnamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur lagst gegn því að umdeilt minnisblað frá rannsókn FBI og Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins á kosningabaráttu Trump, verði opinberað. Þingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. Um er að ræða fjögurra blaðsíðna langt minnisblað sem David Nunes, þingmaður Repúblikana, skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, en Nunes stýrir nefndinni.Ásakanirnar verri en Watergate „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að staðreyndum sé sleppt úr minnisblaðinu sem grefur undan trúverðugleika þess,“ sagði í yfirlýsingu frá FBI. Úr herbúðum Trump berast þó fregnir að minnisblaðið verði opinberað eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir mótmæli stofnunarinnar. Demókratar telja að minnisblaðið sé tilraun til að draga undan trúverðugleika á rannsókninni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Nefndin greiddi atkvæði um að minnisblaðið yrði opinberað á mánudag og hefur Trump frest fram að helgi til að ákveða hvort að minnisblaðið eigi að vera birt í heild sinni eða hluti af því verði afmáður vegna trúnaðarupplýsinga. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur lagst gegn því að umdeilt minnisblað frá rannsókn FBI og Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins á kosningabaráttu Trump, verði opinberað. Þingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. Um er að ræða fjögurra blaðsíðna langt minnisblað sem David Nunes, þingmaður Repúblikana, skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, en Nunes stýrir nefndinni.Ásakanirnar verri en Watergate „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að staðreyndum sé sleppt úr minnisblaðinu sem grefur undan trúverðugleika þess,“ sagði í yfirlýsingu frá FBI. Úr herbúðum Trump berast þó fregnir að minnisblaðið verði opinberað eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir mótmæli stofnunarinnar. Demókratar telja að minnisblaðið sé tilraun til að draga undan trúverðugleika á rannsókninni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Nefndin greiddi atkvæði um að minnisblaðið yrði opinberað á mánudag og hefur Trump frest fram að helgi til að ákveða hvort að minnisblaðið eigi að vera birt í heild sinni eða hluti af því verði afmáður vegna trúnaðarupplýsinga.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45