Gott að narta í súra hrútspunga eftir æfingu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2018 10:00 Geir Gunnar næringarfræðingur segir þorramatinn betri kost en amerískan skyndibita. Hollustugildið sé töluvert ef hófs er gætt. Visir/Hanna Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“ Þorrablót Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“
Þorrablót Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning