Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2018 20:00 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. Dagurinn byrjaði snemma hjá þeim bræðrum en það tekur dágóðan tíma að undirbúa vagninn og koma honum á sölustaðinn. „Við búum til deigið sem eru tvö kíló, einn skammtur. Byrjum á því að hnoða og síðan fletjum við úr því og búum til kleinur. Næst gerum við kakóið sem er leyniuppskrift sem við bjuggum til og bíðum þangað til við löbbum með vagninn alla leið frá að heiman en það tekur svona tólf mínútur en við búum sko á Nesinu,“ segir Daníel Ólafur Stefánsson. Þegar komið er á Gróttu bíða þeir þar til olían nær réttu hitastigi og fara svo að steikja kleinurnar. Þetta er í annað sinn sem bræðurnir standa vaktina en þeir ætla að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Strákarnir voru í göngu á Gróttu þegar sá yngri stakk upp á því að hefja söluna. „Af því honum var svo kalt. Þá bara allt í einu ákvað hann að honum langaði í kakó og þá spratt hugmyndin upp að við myndum bara byrja að selja kakó,“ segir Daníel Ólafur. Óhætt að segja að uppátækið hafi vakið mikla athygli en Facebook-færsla sem birtist um þessa ungu athafnamenn hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þeir lofaðir hásterkt. Í dag seldist upp hjá þeim á innan við klukkustund. Þá telst vagninn mjög glæsilegur en þeir smíðuðu hann sjálfir. „Pabbi okkar hjálpaði okkur smá að saga og gera allt þannig,“ segir Róbert Frímann Stefánsson. Eins og sést stendur cókó og kleins á vagninum en ekki -kakó og kleinur. Þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna og nokkuð augljóst að það virkaði en ferðamenn eru afar hrifnir. „En það er ekkert svona beint orð á ensku þannig við ákváðum bara að kalla þetta kleins. Ég hef heyrt að það sé eitthvað twisted dognut en maður nennir ekkert að segja það,“ segir Daníel Ólafur. Ágóðann ætla þeir að láta renna til þyrlusjóðs Landhelgisgæslunnar. „Af því pabbi okkar lenti einu sinni í slysi og Landhelgisgæslan bjargaði honum,“ segir Róbert Frímann.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira