Íslandsmethafinn sér ekki eftir því að hafa valið frjálsar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Tiana Ósk með gullverðlaunapeningana sem hún vann um helgina. vísir/anton Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira